Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar 25. nóvember 2024 16:40 Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því. En nú var komin upp sú staða að stórfyrirtækið var löngu byrjað að nota orðið sem firmaheiti – og það gæti tapað hundruðum milljóna, og andlitinu líka, ef þeim tækist ekki að eignast það. Málavextir, persónur og leikendur Víkur nú sögunni til reykfyllts bakherbergis þar sem embættismenn þriggja ráðneyta, menningar, viðskipta og ferðaþjónustu (MVF) réðu ráðum sínum. Á borðinu var stjórnvaldskæra LEX og Kynnisferða gegn firmaskrá sem hafði synjað nafnabreytingu Ferðaskrifstofu Kynnisferða yfir í Ferðaskrifstofu Icelandia þar sem firmaheitið Icelandia ehf var þegar skráð. Nú skyldi freistast til að ná firmaheitinu yfir til Kynnisferða með því að vopnavæða stjórnsýsluna. Jón Ármann Steinsson Firmaskrá hafði metið orðið Icelandia sem orðskrípi og uppfinningu þess sem skráði það sem firmaheiti, sem er ég. Orðið Icelandia er hvergi til í orðabókum heimsmálanna og taldist því „sértækt” heiti í meðförum firmaskrár en ekki almennt heiti, hvað þá íslenskt. Til að gera langa sögu stutta þá úrskurðaði ráðuneyti MVF í júní sl að orðið Icelandia væri almennt íslenskt orð. Ráðuneyti menningar ber ábyrgð á vernd og varðveislu íslenskrar tungu samkvæmt lögum. Fagmennska er tryggð með aðkomu málvísindasamfélagsins, Árnastofnunar og íslenskrar málnefndar en ekki hér. Þessar stofnanir voru ekki spurðar og verða það varla héðan af. MVF heimilaði nafnabreytinguna með stjórnvaldsúrskurði gegn andmælum firmaskrár sem vísaði í áratuga lagaþróun. Ein aðalforsenda MVF var að allir íslendingar töluðu ensku, og því skildu allir íslendingar að Icelandia væri tilvísun í Ísland. MVF úrskurðaði að fyrst Icelandia væri almennt íslenskt orð þá var firmaskrá óheimilt að synja Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf um nafnabreytinguna. Málvísindasamfélagið kom augljóslega ekki að ákvörðun MVF enda hefðu málvísindamenn aldrei tekið þátt í svona skrípaleik. Þeir sem tóku ákvörðunina voru allt lögfræðingar sem þóttust vita sínu viti um íslenskt mál og þeirra er skömmin. Skyldu þeir hafa spurt Lilju Alfreðsdóttur álits? Hmm… Afrit af stjórnvaldsúrskurðinnum fæst frá mvf@mvf.is undir málsnúmeri MVF23040038 Bullandi spilling - eða eðlileg stjórnsýsla? Orðið Icelandia var tekið inn í tungumálið sem samheiti Íslands til þess redda Kynnisferðum fyrir horn. Hver annar hefði getað fengið orð eins og Icelandia skilgreint sem íslenskt? Þetta er ótrúlega ábyrgðarlaus stjórnsýsla ef rétt reynist. Að þetta hafi gerst án aðkomu málvísindasamfélagsins staðfestir að hér sé um málamyndgjörning sé að ræða sem er enn verra. Ég tel víst að enginn málvísindastofnun fá tilkynningu frá MVF um nýtt samheiti lýðveldisins Íslands. Eftir stendur að Icelandia er orðið að almennu íslensku orði þrátt fyrr tilraunir firmaskrár til að vernda íslenskuna fyrir skaða sem þessum. En góðu fréttirnar eru að úrskurður MVF þýðir að við eigum öll lagalegan rétt á að nota orðið Icelandia sem hluta af firmanafni ef okkur sýnist svo. En ég leyfi mér að vara áhugasama við; þetta orð Icelandia er ekki auðvelt í notkun, hvað þá sem samheiti Íslands í öllum þeim orðmyndum sem við eigum að venjast í því samhengi. Ég sem hef unnið með það í yfir 30 ár hef ekki ennþá getað kyngreint orðið Icelandia svo vel sé – er það kvk, kk eða hvk? Þá eru það beygingamyndir ICELANDIA í eintölu og fleirtölu ófyrirsjáanlegar, bæði með og án greinis. Ekki má gleyma afleiddum orðum eins og íslenskur, íslendingur og íslenska? Dunning-Kruger áhrifin Í sálar- og félagsfræðum er hugtak „Dunning-Kruger” sem á við um einstaklinga sem vita passlega takmarkað um eitthvað tiltekið málefni - sem verður til þess að þeir ímynda sér að þeir séu sérfræðingar um málefnið. Þegar lögvísindi og málvísindi mætast undir Dunning-Kruger áhrifum er voðinn vís. Þannig varð orðskrípi eins og Icelandia að íslensku, - með bókstafnum c sem er ekki til í íslenska stafrófinu og ia endingu sem er á skjön við almenna málnotkun. Þetta er skólabókardæmi um Dunning-Kruger heilkenni lögfræðinga MVF. Hvernig á að laga skaðann? Fyrst LEX og Kynnisferðum tókst að véla fram úrskurð ráðuneytis MVF um að Icelandia væri „almennt orð” þá öðlaðist ekki bara Kynnisferðir réttinn til firmaheitis með þessu orði heldur allir landsmenn. Afleiðingarnar úrskurðar MVF eru víðtækari en bara þetta eina orð því fordæmið varðar öll orðskrípi til stendur að skrá sem firmanafn. Stjórnvaldsákvörðunin hefur orsakað gróðrarstíu af vandamálum sem lögfræðingar MVF sáu ekki fyrir – hver er skilgreiningin á almennu íslensku orði? Þegar Icelandia var skráð taldist það uppfinning þess sem það skráði, sem er ég. Sú regla er nú dauð. Hjá firmaskrá Skattsins sitja nú enn og aðrir lögfræðingar frammi því að engar reglur halda vatni þegar menn vilja skrá orðskrípi sem firmaheiti. Þeir eru nánast réttlausir.Hvað ef Kynnisferðir ágirnast önnur orðskrípis-firmaheiti fyrir dótturfyrirtæki sín? ... en hér leynast ný tækifæri Tveir landsþekktir bræður bera titil sem vísar í landið okkar, annar í pólitík en hinn í viðskiptum. Þeir eru Jón Benediktsson stjórnarformaður Icelandia og Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra Icelandia. Báðir bræðurnir eru stoltir Icelandianar (stoltir íslendingar), eiginlega klappstýrur Icelandiu (klappstýrur Íslands) og báðir tala reiprennandi Icelandiönsku (tala íslensku) til að tjá skoðanir sínar fyrir Icelandiönsku þjóðinni. Þessa nýju titla eiga þeir bræður að þakka sínum mönnum í ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðaþjónustu Icelandiu (Íslands) og óskar pistlahöfundur þeim innilega til hamingju. Höfundur er eigandi Icelandia ehf, Icelandia Ferða ehf, og By Icelandia hf.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því. En nú var komin upp sú staða að stórfyrirtækið var löngu byrjað að nota orðið sem firmaheiti – og það gæti tapað hundruðum milljóna, og andlitinu líka, ef þeim tækist ekki að eignast það. Málavextir, persónur og leikendur Víkur nú sögunni til reykfyllts bakherbergis þar sem embættismenn þriggja ráðneyta, menningar, viðskipta og ferðaþjónustu (MVF) réðu ráðum sínum. Á borðinu var stjórnvaldskæra LEX og Kynnisferða gegn firmaskrá sem hafði synjað nafnabreytingu Ferðaskrifstofu Kynnisferða yfir í Ferðaskrifstofu Icelandia þar sem firmaheitið Icelandia ehf var þegar skráð. Nú skyldi freistast til að ná firmaheitinu yfir til Kynnisferða með því að vopnavæða stjórnsýsluna. Jón Ármann Steinsson Firmaskrá hafði metið orðið Icelandia sem orðskrípi og uppfinningu þess sem skráði það sem firmaheiti, sem er ég. Orðið Icelandia er hvergi til í orðabókum heimsmálanna og taldist því „sértækt” heiti í meðförum firmaskrár en ekki almennt heiti, hvað þá íslenskt. Til að gera langa sögu stutta þá úrskurðaði ráðuneyti MVF í júní sl að orðið Icelandia væri almennt íslenskt orð. Ráðuneyti menningar ber ábyrgð á vernd og varðveislu íslenskrar tungu samkvæmt lögum. Fagmennska er tryggð með aðkomu málvísindasamfélagsins, Árnastofnunar og íslenskrar málnefndar en ekki hér. Þessar stofnanir voru ekki spurðar og verða það varla héðan af. MVF heimilaði nafnabreytinguna með stjórnvaldsúrskurði gegn andmælum firmaskrár sem vísaði í áratuga lagaþróun. Ein aðalforsenda MVF var að allir íslendingar töluðu ensku, og því skildu allir íslendingar að Icelandia væri tilvísun í Ísland. MVF úrskurðaði að fyrst Icelandia væri almennt íslenskt orð þá var firmaskrá óheimilt að synja Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf um nafnabreytinguna. Málvísindasamfélagið kom augljóslega ekki að ákvörðun MVF enda hefðu málvísindamenn aldrei tekið þátt í svona skrípaleik. Þeir sem tóku ákvörðunina voru allt lögfræðingar sem þóttust vita sínu viti um íslenskt mál og þeirra er skömmin. Skyldu þeir hafa spurt Lilju Alfreðsdóttur álits? Hmm… Afrit af stjórnvaldsúrskurðinnum fæst frá mvf@mvf.is undir málsnúmeri MVF23040038 Bullandi spilling - eða eðlileg stjórnsýsla? Orðið Icelandia var tekið inn í tungumálið sem samheiti Íslands til þess redda Kynnisferðum fyrir horn. Hver annar hefði getað fengið orð eins og Icelandia skilgreint sem íslenskt? Þetta er ótrúlega ábyrgðarlaus stjórnsýsla ef rétt reynist. Að þetta hafi gerst án aðkomu málvísindasamfélagsins staðfestir að hér sé um málamyndgjörning sé að ræða sem er enn verra. Ég tel víst að enginn málvísindastofnun fá tilkynningu frá MVF um nýtt samheiti lýðveldisins Íslands. Eftir stendur að Icelandia er orðið að almennu íslensku orði þrátt fyrr tilraunir firmaskrár til að vernda íslenskuna fyrir skaða sem þessum. En góðu fréttirnar eru að úrskurður MVF þýðir að við eigum öll lagalegan rétt á að nota orðið Icelandia sem hluta af firmanafni ef okkur sýnist svo. En ég leyfi mér að vara áhugasama við; þetta orð Icelandia er ekki auðvelt í notkun, hvað þá sem samheiti Íslands í öllum þeim orðmyndum sem við eigum að venjast í því samhengi. Ég sem hef unnið með það í yfir 30 ár hef ekki ennþá getað kyngreint orðið Icelandia svo vel sé – er það kvk, kk eða hvk? Þá eru það beygingamyndir ICELANDIA í eintölu og fleirtölu ófyrirsjáanlegar, bæði með og án greinis. Ekki má gleyma afleiddum orðum eins og íslenskur, íslendingur og íslenska? Dunning-Kruger áhrifin Í sálar- og félagsfræðum er hugtak „Dunning-Kruger” sem á við um einstaklinga sem vita passlega takmarkað um eitthvað tiltekið málefni - sem verður til þess að þeir ímynda sér að þeir séu sérfræðingar um málefnið. Þegar lögvísindi og málvísindi mætast undir Dunning-Kruger áhrifum er voðinn vís. Þannig varð orðskrípi eins og Icelandia að íslensku, - með bókstafnum c sem er ekki til í íslenska stafrófinu og ia endingu sem er á skjön við almenna málnotkun. Þetta er skólabókardæmi um Dunning-Kruger heilkenni lögfræðinga MVF. Hvernig á að laga skaðann? Fyrst LEX og Kynnisferðum tókst að véla fram úrskurð ráðuneytis MVF um að Icelandia væri „almennt orð” þá öðlaðist ekki bara Kynnisferðir réttinn til firmaheitis með þessu orði heldur allir landsmenn. Afleiðingarnar úrskurðar MVF eru víðtækari en bara þetta eina orð því fordæmið varðar öll orðskrípi til stendur að skrá sem firmanafn. Stjórnvaldsákvörðunin hefur orsakað gróðrarstíu af vandamálum sem lögfræðingar MVF sáu ekki fyrir – hver er skilgreiningin á almennu íslensku orði? Þegar Icelandia var skráð taldist það uppfinning þess sem það skráði, sem er ég. Sú regla er nú dauð. Hjá firmaskrá Skattsins sitja nú enn og aðrir lögfræðingar frammi því að engar reglur halda vatni þegar menn vilja skrá orðskrípi sem firmaheiti. Þeir eru nánast réttlausir.Hvað ef Kynnisferðir ágirnast önnur orðskrípis-firmaheiti fyrir dótturfyrirtæki sín? ... en hér leynast ný tækifæri Tveir landsþekktir bræður bera titil sem vísar í landið okkar, annar í pólitík en hinn í viðskiptum. Þeir eru Jón Benediktsson stjórnarformaður Icelandia og Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra Icelandia. Báðir bræðurnir eru stoltir Icelandianar (stoltir íslendingar), eiginlega klappstýrur Icelandiu (klappstýrur Íslands) og báðir tala reiprennandi Icelandiönsku (tala íslensku) til að tjá skoðanir sínar fyrir Icelandiönsku þjóðinni. Þessa nýju titla eiga þeir bræður að þakka sínum mönnum í ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðaþjónustu Icelandiu (Íslands) og óskar pistlahöfundur þeim innilega til hamingju. Höfundur er eigandi Icelandia ehf, Icelandia Ferða ehf, og By Icelandia hf..
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun