Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. nóvember 2024 22:03 Errol Musk og Elon Musk hafa náð sáttum eftir að Elon afneitaði föður sínum fyrir sjö árum. Faðir Elon Musk segir stuðning sinn við Donald Trump ástæðuna fyrir því að sonurinn afneitaði honum fyrir sjö árum. Elon hafi loksins yfirgefið frjálslyndu fígúruna sem hann var áður. Hann rifjar upp hvernig móðurafi Elon flutti til Suður-Afríku vegna stuðnings við aðskilnaðarstefnu ríkisins. Þetta kemur fram í nýlegu hlaðvarpsviðtali við Errol Musk, suðurafrískan verkfræðing og föður Elon Musk. Þar segir Errol að sonur sinn hafi í fyrsta skipti horfst í augu við hver hann sé í raun og veru. „Þangað til nýlega hefur hann verið eins konar fígúra á sviði,“ sagði Errol um Elon. Feðgarnir hafa nýlega náð sáttum eftir að Elon afneitaði föður sínum fyrir sjö árum. Ástæðan var þá sögð vera að stjúpsystir Elon, Jana Bezuidenhout, var ólétt eftir Errol, stjúpföður sinn. Elon skar þá á tengslin við föður sinn og lýsti honum sem „hræðilegri manneskju“. Fyrir tveimur árum kom síðan í ljós að Jana og Errol eignuðust annað barn 2019. Errol telur raunverulegu ástæðuna fyrir reiði Elon tengjast stuðningi Errol við Donald Trump. „Elon var svoddan helvítis Demókrati,“ segir Errol. „Það er ástæðan fyrir því að sambandið mitt við syni mína breyttist. Það byrjaði með ágreiningi um Donald Trump í sjötugsafmælinu mínu.“ Errol rifjar upp hvernig Elon mætti með þáverandi kærustu sína, Amber Heard, og fjölda Hollywood-leikara, þ.á m. Scarlett Johansson og Jon Favreay, í afmælisveislu Errol í Cape Town. Hún fór fram 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, og spurðu gestirnir Errol hvort hann styddi Donald Trump í raun og veru og játaði hann því. Synir hans hafi báðir orðið brjálaðir út í föður sinn. Segir soninn hægri hönd Trump „Þegar þú kemur frá Suður-Afríku halda vinstrimenn að þú sért nasisti,“ sagði Errol. Synir hans hafi báðir gerst „ofsalega“ frjálslyndir og snúið baki við Suður-Afríka og rótum sínum, þar með talið Errol. Nú virðist hins vegar sem Elon hafi sæst við föður sinn enda sjálfur orðinn einn stærsti stuðningsmaður Trump í dag. Elon sem er einn ríkasti maður í heimi og á rafbílafyrirtækið Teslu, geimferðafyrirtækið SpaceX og samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) hefur undanfarna mánuði helgað líf sitt því að styðja við Trump. Frá því Trump vann kosningarnar í byrjun mánaðar hefur Musk verið nær óskiljanlegur frá forsetanum tilvonandi. Hann hefur varla farið af sveitasetri Trump í Mar-a-Lago í Flórída, ferðast með Trump til New York og Washington og tekið þátt í símtölum Donalds við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. „Þó Elon sé ekki varaforseti er hann eins og hægri hönd Trump,“ sagði Errol um son sinn. Þá spáði Errol því að stríðinu í Úkraínu myndi ljúka mjög fljótlega nú þegar Trump tæki við sem forseti. Móðurafi Elon mikill stuðningsmaður aðskilnaðarstefnu Einn áhugaverðast hluti viðtalsins fjallar um fjölskyldu Mae Musk, fyrrverandi eiginkonu Errol og móður Elon. Errol segir foreldra hennar hafa verið mikla stuðningsmenn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku. „Foreldrar hennar komu til Suður-Afríku frá Kanada af því þau voru svo hlynnt Afrikaner-stjórninni,“ sagði Errol um þau Winnifred Fletcher og Dr. Joshua Norman Haldeman. Elon Musk’s father Errol, who had 2 children with his ex-stepdaughter, confirms that Maye Musk’s parents were literal Nazis who traveled to South Africa because they “supported Hitler… were very fanatical in favor of apartheid.”Elmo wants to recreate it here. https://t.co/ZBREpow9qy pic.twitter.com/HWxKA6Ybpa— Jim Stewartson, Antifascist 🇺🇸🇺🇦🏴☠️ (@jimstewartson) November 25, 2024 Fjölskyldan hafi flutt til Suður-Afríku árið 1948 þegar stjórn Suðurafríska Þjóðarflokksins tók við völdum og tók upp aðskilnaðarstefnu kynþátta. Ekki nóg með það heldur segir Errol að fjölskyldan hafi verið í nasistaflokknum í Kanada og stutt Hitler. Sjálfur sagðist Errol hafa verið mikill andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar og því myndast mikil kergja milli hans og tengdaforeldra sinna. Suður-Afríka Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. 15. nóvember 2024 10:57 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegu hlaðvarpsviðtali við Errol Musk, suðurafrískan verkfræðing og föður Elon Musk. Þar segir Errol að sonur sinn hafi í fyrsta skipti horfst í augu við hver hann sé í raun og veru. „Þangað til nýlega hefur hann verið eins konar fígúra á sviði,“ sagði Errol um Elon. Feðgarnir hafa nýlega náð sáttum eftir að Elon afneitaði föður sínum fyrir sjö árum. Ástæðan var þá sögð vera að stjúpsystir Elon, Jana Bezuidenhout, var ólétt eftir Errol, stjúpföður sinn. Elon skar þá á tengslin við föður sinn og lýsti honum sem „hræðilegri manneskju“. Fyrir tveimur árum kom síðan í ljós að Jana og Errol eignuðust annað barn 2019. Errol telur raunverulegu ástæðuna fyrir reiði Elon tengjast stuðningi Errol við Donald Trump. „Elon var svoddan helvítis Demókrati,“ segir Errol. „Það er ástæðan fyrir því að sambandið mitt við syni mína breyttist. Það byrjaði með ágreiningi um Donald Trump í sjötugsafmælinu mínu.“ Errol rifjar upp hvernig Elon mætti með þáverandi kærustu sína, Amber Heard, og fjölda Hollywood-leikara, þ.á m. Scarlett Johansson og Jon Favreay, í afmælisveislu Errol í Cape Town. Hún fór fram 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, og spurðu gestirnir Errol hvort hann styddi Donald Trump í raun og veru og játaði hann því. Synir hans hafi báðir orðið brjálaðir út í föður sinn. Segir soninn hægri hönd Trump „Þegar þú kemur frá Suður-Afríku halda vinstrimenn að þú sért nasisti,“ sagði Errol. Synir hans hafi báðir gerst „ofsalega“ frjálslyndir og snúið baki við Suður-Afríka og rótum sínum, þar með talið Errol. Nú virðist hins vegar sem Elon hafi sæst við föður sinn enda sjálfur orðinn einn stærsti stuðningsmaður Trump í dag. Elon sem er einn ríkasti maður í heimi og á rafbílafyrirtækið Teslu, geimferðafyrirtækið SpaceX og samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) hefur undanfarna mánuði helgað líf sitt því að styðja við Trump. Frá því Trump vann kosningarnar í byrjun mánaðar hefur Musk verið nær óskiljanlegur frá forsetanum tilvonandi. Hann hefur varla farið af sveitasetri Trump í Mar-a-Lago í Flórída, ferðast með Trump til New York og Washington og tekið þátt í símtölum Donalds við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. „Þó Elon sé ekki varaforseti er hann eins og hægri hönd Trump,“ sagði Errol um son sinn. Þá spáði Errol því að stríðinu í Úkraínu myndi ljúka mjög fljótlega nú þegar Trump tæki við sem forseti. Móðurafi Elon mikill stuðningsmaður aðskilnaðarstefnu Einn áhugaverðast hluti viðtalsins fjallar um fjölskyldu Mae Musk, fyrrverandi eiginkonu Errol og móður Elon. Errol segir foreldra hennar hafa verið mikla stuðningsmenn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku. „Foreldrar hennar komu til Suður-Afríku frá Kanada af því þau voru svo hlynnt Afrikaner-stjórninni,“ sagði Errol um þau Winnifred Fletcher og Dr. Joshua Norman Haldeman. Elon Musk’s father Errol, who had 2 children with his ex-stepdaughter, confirms that Maye Musk’s parents were literal Nazis who traveled to South Africa because they “supported Hitler… were very fanatical in favor of apartheid.”Elmo wants to recreate it here. https://t.co/ZBREpow9qy pic.twitter.com/HWxKA6Ybpa— Jim Stewartson, Antifascist 🇺🇸🇺🇦🏴☠️ (@jimstewartson) November 25, 2024 Fjölskyldan hafi flutt til Suður-Afríku árið 1948 þegar stjórn Suðurafríska Þjóðarflokksins tók við völdum og tók upp aðskilnaðarstefnu kynþátta. Ekki nóg með það heldur segir Errol að fjölskyldan hafi verið í nasistaflokknum í Kanada og stutt Hitler. Sjálfur sagðist Errol hafa verið mikill andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar og því myndast mikil kergja milli hans og tengdaforeldra sinna.
Suður-Afríka Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. 15. nóvember 2024 10:57 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. 15. nóvember 2024 10:57
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent