Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 22:46 Daninn Victor Kristiansen tók James Justin og aðra leikmenn Leicester með sér til heimalandsins eftir tap liðsins um helgina. Michael Regan/Getty Images Leikmenn Leicester City gerðu sér glaðan dag eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu um helgina. Skelltu þeir sér til Kaupmannahafnar, eitthvað sem liðið hefur gert áður, en að þessu sinni er ólíklegt að það beri sama árangur og síðast. Á laugardaginn var tapaði Leicester 2-1 gegn Chelsea sem leiddi til þess að Steve Cooper var látinn taka poka sinn. Hann hafði aðeins tekið við liðinu síðasta sumar þegar Enzo Maresca tók við Chelsea. Það sem verra er, leikmenn liðsins sáust á djamminu í Kaupmannahöfn sama kvöld og þeir töpuðu gegn Chelsea. Þar sáust leikmenn liðsins halda á skilti sem stóð á „Enzo við söknum þín.“ Eflaust hafði það ekki áhrif á stjórn félagsins að losa Cooper en tímasetningin kómísk engu að síður. Last night the Leicester players were partying with a sign that said “Enzo I miss you”😳Today, their current manager Steve Cooper has been sacked😬pic.twitter.com/NbjqMWBHy9— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) November 24, 2024 Markvörðurinn Mads Hermansen og vinstri bakvörðurinn Victor Kristiansen voru báðir í byrjunarliði Refanna en þeir koma frá Danmörku. Þeir voru því svo sannarlega á heimavelli þegar liðið skellti sér til Köben en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir jól árið 2015 skelltu leikmenn liðsins sér nefnilega til Kaupmannahafnar til að sletta úr klaufunum. Var þetta gert þegar liðið átti nokkurra daga frí áður en jólatörnin á Englandi fór á fullt. Segja má að þetta hafi skilað jákvæðum árangri þá en vorið 2016 stóð Leicester uppi sem Englandsmeistari, eitthvað ótrúlegasta afrek í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru litlar sem engar líkur á því að liðið endurtaki leikinn í vor en sem stendur væri félagið sátt með að halda stöðu sinni í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33 Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Á laugardaginn var tapaði Leicester 2-1 gegn Chelsea sem leiddi til þess að Steve Cooper var látinn taka poka sinn. Hann hafði aðeins tekið við liðinu síðasta sumar þegar Enzo Maresca tók við Chelsea. Það sem verra er, leikmenn liðsins sáust á djamminu í Kaupmannahöfn sama kvöld og þeir töpuðu gegn Chelsea. Þar sáust leikmenn liðsins halda á skilti sem stóð á „Enzo við söknum þín.“ Eflaust hafði það ekki áhrif á stjórn félagsins að losa Cooper en tímasetningin kómísk engu að síður. Last night the Leicester players were partying with a sign that said “Enzo I miss you”😳Today, their current manager Steve Cooper has been sacked😬pic.twitter.com/NbjqMWBHy9— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) November 24, 2024 Markvörðurinn Mads Hermansen og vinstri bakvörðurinn Victor Kristiansen voru báðir í byrjunarliði Refanna en þeir koma frá Danmörku. Þeir voru því svo sannarlega á heimavelli þegar liðið skellti sér til Köben en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir jól árið 2015 skelltu leikmenn liðsins sér nefnilega til Kaupmannahafnar til að sletta úr klaufunum. Var þetta gert þegar liðið átti nokkurra daga frí áður en jólatörnin á Englandi fór á fullt. Segja má að þetta hafi skilað jákvæðum árangri þá en vorið 2016 stóð Leicester uppi sem Englandsmeistari, eitthvað ótrúlegasta afrek í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru litlar sem engar líkur á því að liðið endurtaki leikinn í vor en sem stendur væri félagið sátt með að halda stöðu sinni í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33 Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33
Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01