Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 07:00 Conor McGregor og Cristiano Ronaldo horfðu saman á hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Richard Pelham/Getty Images Nick Miller, íþróttablaðamaður The Athletic, segir að fótboltamenn ættu að halda sig fjarri Conor McGregor eftir að hann var dæmdur til að greiða konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi tugi milljóna í miskabætur. Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera. Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera.
Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira