Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson og Anna María Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2024 07:40 Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun