Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 11:22 Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Hamskipti húsa Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Nýtum færið Skoðun Lýðræði allra Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar