Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar 26. nóvember 2024 12:32 Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar