Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2024 13:01 Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar