SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 15:38 Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Dragonfly gæti litið út. NASA/Johns Hopkins APL/Steve Gribben Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid. Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira