Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar 27. nóvember 2024 08:10 Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Máltækni Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar