Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 08:22 Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun