Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2024 09:41 Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun