„Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Helgi og Pavel þekkja málefni íslenska landsliðsins betur en flestir. vísir/sigurjón Íslenskakarlalandsliðið í körfubolta vann stórkostlegan útisigur á Ítölum í undankeppni EM í á mánudagskvöldið, sigur sem fer í sögubækurnar sem einn sá stærsti í sögu körfuboltalandsliðsins. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira