Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir og Hjörtur Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 10:52 Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar