Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:32 Eftir því sem stjórnmálaflokkarnir sýna meira á spilin í aðdraganda Alþingiskosninga er erfitt að verjast þeirri hugsun að þjóðin hafi leitað til læknis með svæsna tannpínu og áformað sé að takast á við það með því að höggva af henni fótinn. Að minnsta kosti fer lítið fyrir umfjöllun um hvernig eigi að bregðast við bráðavanda skuldsettra heimila og leigjenda. Þess í stað ræða stærstu flokkarnir mikið um hvernig þeir ætla að skera niður ríkisútgjöld og ná hallalausum fjárlögum sem allra fyrst, líkt og fram kom í svörum stjórnmálaflokkanna við spurningum frá VR. Af því mætti ráða að efnahagsvandinn liggi helst í skuldum hins opinbera en þær eru nú rétt ríflega 30% af vergri landframleiðslu. Það telst heldur lágt hlutfall í alþjóðlegum samanburði og ekki síst ef litið er til þess að ríkissjóður hefur þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og ítrekaðar náttúruhamfarir. Undirliggjandi er sú lífsseiga hugmyndafræði að ríkisútgjöld séu allra helst kostnaður sem þarf að skera niður. Svör óskast En hver eru þessi ríkisútgjöld? Þau liggja öllu öðru fremur í heilbrigðis- og menntakerfum þjóðarinnar, í löggæslu, velferð og vegasamgöngum. Ætli einhver flokkur að hækka skatta er hann krafinn um ítarlegar útleggingar á því hvar þeir skattar eigi að koma niður og hversu mikið fjármagn sé undir. En flokkarnir sem ætla að skera niður þurfa síður að svara. Hvort sem því er lofað að „fara betur með opinbert fé“ eða „losa um eignir“ og „fækka ríkisstofnunum“ (til dæmis úr 160 í 100!), þá er tilfinnanlegur skortur á haldbærum upplýsingum um hvernig á að útfæra slíkan niðurskurð. Hættan er sú að hér sé hafið kapphlaup um yfirboð í niðurskurðarloforðum. Á að sameina menntaskóla? Loka heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni? Fækka í lögreglunni? Eða eru einhver sérstök verkefni til dæmis á hendi Matís eða Byggðastofnunar sem stendur til að leggja af? Þessu þurfa niðurskurðar- og hagræðingarflokkarnir að svara og eins hvernig þeir hyggjast koma í veg fyrir að frekari byrðum sé velt yfir á herðar almennings. Því það er nánast undantekningarlaust niðurstaðan þegar stórar fjárhæðir eru teknar úr ríkisrekstrinum. Hvers vegna að kjósa núna? Hávaxtastefnan hefur á síðustu misserum gert það sem slíkri stefnu er ætlað að gera, að verja fjármagnið og setja byrðarnar á venjulegt fólk, að þessu sinni fólk með húsnæðislán, leigjendur og þau sem þurfa að koma sér þaki yfir höfuðið. Fólk sem reynir að safna sér fyrir útborgun í íbúð er í maraþonhlaupi þar sem endamarkið fjarlægist sífellt. Kostir lántakenda eru að taka á sig aukna greiðslubyrði sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda eða reiða sig á verðtryggð lán þar sem kostnaður framtíðarinnar hækkar og vextir ferðast í aðra átt en stýrivextir. Stjórnvöld reistu ekki varnir fyrir þessa hópa og aðgerðaleysinu var mótmælt. Þess vegna er verið að kjósa núna en ekki að tæpu ári liðnu. Samt er stjórnmálaumræðan föst í farvegi niðurskurðarhyggju og þau eru mun fleiri loforðin um niðurskurð en hin um nauðsynlegar bráðaaðgerðir. Hið rétta væri að finna leiðir til að tryggja afkomu fólks og draga úr því djúpstæða óréttlæti sem fylgir því að láta venjulegt fólk taka skellinn og fjármagnið maka krókinn. Fækkun stofnana byggir ekki hús Vandamálið við að kynna niðurskurð á ríkisútgjöldum sem lausn við verðbólgu og húsnæðisvanda er að hann virkar ekki. Fækkun stofnana mun ekki byggja hús, lækka leigu eða draga úr óhóflegri vaxtabyrði. Fækkun stofnana getur hins vegar hæglega dregið úr opinberri þjónustu þar sem hennar er þörf og aukið kostnað fólks við að sækja hana, hvort sem er með gjaldtöku eða lengri leið að nauðsynlegri þjónustu. Sala ríkiseigna er jafnframt skammgóður vermir. Eða hverjum myndi detta í hug að selja húsið sitt til að greiða niður skuldir og leigja það síðan háu verði um ókomna tíð? Það er það sem ríkið er sífellt að gera. Skuldirnar lækka en kostnaðurinn sem skattgreiðendur þurfa að standa undir snarhækkar til allrar framtíðar. Núna ætlum við til dæmis að byggja okkur nýja brú yfir Ölfusá sem við ætlum að borga að minnsta kosti helmingi meira fyrir en við þyrftum að borga, í gegnum veggjöld og mögulega í gegnum ríkisvarinn framkvæmdakostnað. Við ætlum líka að borga miklu meira fyrir húsnæði fyrir hjúkrunarheimili en við höfum gert með því að fela einkaaðilum að byggja þau og rukka leigu sem þeim þykir þóknanleg, að eilífu. Fyrirkomulagið er sótt til Bretlands en þar er engu að síður búið að sýna fram á að því fleiri svið sem einkavæðingin nær inn á, þeim meira fjármagn lekur úr ríkissjóði inn í fjárfestingasjóði og í skattaskjól. Allt að 20% af fjármagni sem fer frá skattborgurum til hjúkrunarheimila í Bretlandi lekur í burtu. Viljum við hafa það þannig? Þegar talað er um æskilega meðferð opinbers fjár eru þessir þættir sjaldnast nefndir. Metnaðarlaus stjórnmálaumræða Sú stjórnmálaumræða sem kjósendum er boðið upp á núna í aðdraganda þessara skyndikosninga er metnaðarlaus. Það er áberandi gjá milli stjórnmálanna og veruleika fólks líkt og glöggt má sjá af þjóðmálakönnun ASÍ. Almenningur er áfram um að fólk geti komið sér þaki yfir höfuð á viðráðanlegum kjörum, að hægt sé að leita sér lækninga og aðhlynningar jafnt við fótbroti sem sálarmeinum og að skólar og leikskólar hafi aðbúnað til að halda vel utan um öll börn. Það ætti ekki að vera hitamál í kosningabaráttu hvort jafnvægi næst á ríkissjóði árið 2025 eða hvort það verður ári eða tveimur síðar. Fólk þarf vegi og almenningssamgöngur, rafmagn og heitt vatn, góð störf og öryggi þegar eitthvað fer úrskeiðis. Umfram allt viljum við velflest færa börnum okkar og barnabörnum gott samfélag að búa í. Um þetta eiga stjórnmálin að snúast. Tökumst á við tannpínuna, leyfum fætinum að vera á. Höfundur er varaformaður VR og starfandi formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem stjórnmálaflokkarnir sýna meira á spilin í aðdraganda Alþingiskosninga er erfitt að verjast þeirri hugsun að þjóðin hafi leitað til læknis með svæsna tannpínu og áformað sé að takast á við það með því að höggva af henni fótinn. Að minnsta kosti fer lítið fyrir umfjöllun um hvernig eigi að bregðast við bráðavanda skuldsettra heimila og leigjenda. Þess í stað ræða stærstu flokkarnir mikið um hvernig þeir ætla að skera niður ríkisútgjöld og ná hallalausum fjárlögum sem allra fyrst, líkt og fram kom í svörum stjórnmálaflokkanna við spurningum frá VR. Af því mætti ráða að efnahagsvandinn liggi helst í skuldum hins opinbera en þær eru nú rétt ríflega 30% af vergri landframleiðslu. Það telst heldur lágt hlutfall í alþjóðlegum samanburði og ekki síst ef litið er til þess að ríkissjóður hefur þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og ítrekaðar náttúruhamfarir. Undirliggjandi er sú lífsseiga hugmyndafræði að ríkisútgjöld séu allra helst kostnaður sem þarf að skera niður. Svör óskast En hver eru þessi ríkisútgjöld? Þau liggja öllu öðru fremur í heilbrigðis- og menntakerfum þjóðarinnar, í löggæslu, velferð og vegasamgöngum. Ætli einhver flokkur að hækka skatta er hann krafinn um ítarlegar útleggingar á því hvar þeir skattar eigi að koma niður og hversu mikið fjármagn sé undir. En flokkarnir sem ætla að skera niður þurfa síður að svara. Hvort sem því er lofað að „fara betur með opinbert fé“ eða „losa um eignir“ og „fækka ríkisstofnunum“ (til dæmis úr 160 í 100!), þá er tilfinnanlegur skortur á haldbærum upplýsingum um hvernig á að útfæra slíkan niðurskurð. Hættan er sú að hér sé hafið kapphlaup um yfirboð í niðurskurðarloforðum. Á að sameina menntaskóla? Loka heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni? Fækka í lögreglunni? Eða eru einhver sérstök verkefni til dæmis á hendi Matís eða Byggðastofnunar sem stendur til að leggja af? Þessu þurfa niðurskurðar- og hagræðingarflokkarnir að svara og eins hvernig þeir hyggjast koma í veg fyrir að frekari byrðum sé velt yfir á herðar almennings. Því það er nánast undantekningarlaust niðurstaðan þegar stórar fjárhæðir eru teknar úr ríkisrekstrinum. Hvers vegna að kjósa núna? Hávaxtastefnan hefur á síðustu misserum gert það sem slíkri stefnu er ætlað að gera, að verja fjármagnið og setja byrðarnar á venjulegt fólk, að þessu sinni fólk með húsnæðislán, leigjendur og þau sem þurfa að koma sér þaki yfir höfuðið. Fólk sem reynir að safna sér fyrir útborgun í íbúð er í maraþonhlaupi þar sem endamarkið fjarlægist sífellt. Kostir lántakenda eru að taka á sig aukna greiðslubyrði sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda eða reiða sig á verðtryggð lán þar sem kostnaður framtíðarinnar hækkar og vextir ferðast í aðra átt en stýrivextir. Stjórnvöld reistu ekki varnir fyrir þessa hópa og aðgerðaleysinu var mótmælt. Þess vegna er verið að kjósa núna en ekki að tæpu ári liðnu. Samt er stjórnmálaumræðan föst í farvegi niðurskurðarhyggju og þau eru mun fleiri loforðin um niðurskurð en hin um nauðsynlegar bráðaaðgerðir. Hið rétta væri að finna leiðir til að tryggja afkomu fólks og draga úr því djúpstæða óréttlæti sem fylgir því að láta venjulegt fólk taka skellinn og fjármagnið maka krókinn. Fækkun stofnana byggir ekki hús Vandamálið við að kynna niðurskurð á ríkisútgjöldum sem lausn við verðbólgu og húsnæðisvanda er að hann virkar ekki. Fækkun stofnana mun ekki byggja hús, lækka leigu eða draga úr óhóflegri vaxtabyrði. Fækkun stofnana getur hins vegar hæglega dregið úr opinberri þjónustu þar sem hennar er þörf og aukið kostnað fólks við að sækja hana, hvort sem er með gjaldtöku eða lengri leið að nauðsynlegri þjónustu. Sala ríkiseigna er jafnframt skammgóður vermir. Eða hverjum myndi detta í hug að selja húsið sitt til að greiða niður skuldir og leigja það síðan háu verði um ókomna tíð? Það er það sem ríkið er sífellt að gera. Skuldirnar lækka en kostnaðurinn sem skattgreiðendur þurfa að standa undir snarhækkar til allrar framtíðar. Núna ætlum við til dæmis að byggja okkur nýja brú yfir Ölfusá sem við ætlum að borga að minnsta kosti helmingi meira fyrir en við þyrftum að borga, í gegnum veggjöld og mögulega í gegnum ríkisvarinn framkvæmdakostnað. Við ætlum líka að borga miklu meira fyrir húsnæði fyrir hjúkrunarheimili en við höfum gert með því að fela einkaaðilum að byggja þau og rukka leigu sem þeim þykir þóknanleg, að eilífu. Fyrirkomulagið er sótt til Bretlands en þar er engu að síður búið að sýna fram á að því fleiri svið sem einkavæðingin nær inn á, þeim meira fjármagn lekur úr ríkissjóði inn í fjárfestingasjóði og í skattaskjól. Allt að 20% af fjármagni sem fer frá skattborgurum til hjúkrunarheimila í Bretlandi lekur í burtu. Viljum við hafa það þannig? Þegar talað er um æskilega meðferð opinbers fjár eru þessir þættir sjaldnast nefndir. Metnaðarlaus stjórnmálaumræða Sú stjórnmálaumræða sem kjósendum er boðið upp á núna í aðdraganda þessara skyndikosninga er metnaðarlaus. Það er áberandi gjá milli stjórnmálanna og veruleika fólks líkt og glöggt má sjá af þjóðmálakönnun ASÍ. Almenningur er áfram um að fólk geti komið sér þaki yfir höfuð á viðráðanlegum kjörum, að hægt sé að leita sér lækninga og aðhlynningar jafnt við fótbroti sem sálarmeinum og að skólar og leikskólar hafi aðbúnað til að halda vel utan um öll börn. Það ætti ekki að vera hitamál í kosningabaráttu hvort jafnvægi næst á ríkissjóði árið 2025 eða hvort það verður ári eða tveimur síðar. Fólk þarf vegi og almenningssamgöngur, rafmagn og heitt vatn, góð störf og öryggi þegar eitthvað fer úrskeiðis. Umfram allt viljum við velflest færa börnum okkar og barnabörnum gott samfélag að búa í. Um þetta eiga stjórnmálin að snúast. Tökumst á við tannpínuna, leyfum fætinum að vera á. Höfundur er varaformaður VR og starfandi formaður.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun