Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar 27. nóvember 2024 12:22 Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Fyrir og eftir veru mína þar hef ég stýrt rannsóknarsviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem rannsökuð eru skipulögð og alvarleg brotastarfsemi, s.s. kynferðisbrot, ofbeldisbrot, og peningaþvætti. Það er skemmst frá því að segja að málefni barna koma við sögu í öllum þessum málaflokkum á einn eða annan hátt, hvort sem brotið er gegn börnum eða þau sjálf brotleg. Það er sammerkt með aðstæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu að málefni barna eru alls staðar til umræðu. Nægir þar að nefna þann vanda sem Svíar hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár og teygir nú anga sína til hinna Norðurlandanna. Ofbeldi gegn börnum Algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn börnum er heimilisofbeldi, þ.e. þegar aðrir fjölskyldumeðlimir beita barn ofbeldi eða barn er á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Undanfarinn áratug hefur lögreglan unnið eftir sérstöku verklagi þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Sú vinna er í nánu sambandi við barnavernd og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Markmið þessarar nálgunar er að brjóta upp neikvætt mynstur og er horft til þess að heimilisofbeldi sé ein heild en ekki samansafn einstakra tilvika. Afleiðingar langvarandi ofbeldis á heimilum eru skelfilegar. Börn sem upplifa heimilið ekki sem griðarstað eru margfalt líklegri til að flosna upp úr námi, leiðast út í neyslu og einangrast. Öll þau sem koma að málefnum þessara barna verða að búa yfir bjargráðum til að aðstoða börn í þessum áhættuhópi. Þar þarf að fá sem flesta að borðinu og skapa sátt um aðgerðir. Mál sem varða börn í viðkvæmri stöðu eru oftar en ekki með flóknustu málum lögreglunnar hverju sinni og það er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Börn sem beita ofbeldi Fyrir nokkrum árum bar mikið á því að börn á aldursbilinu 13 til 18 ára voru að birta myndbönd af ofbeldi og niðurlægingu sem þau beittu önnur börn á svipuðum aldri. Á þessu var tekið með samstilltu átaki lögreglu og barnaverndarnefnda og eftir það dró mjög úr þessari hegðun ungmenna. En þessi hegðun blossar alltaf upp annað slagið. Lögreglan tekur á þessum málum með mismunandi hætti eftir aldri gerandans. Það er tilfinning þeirra sem starfað hafa í lögreglunni að netnotkun þar sem ofbeldi er normalíserað sé ástæða þessarar hegðunar og það verður ekki sagt nógu oft að foreldrar og forráðamenn og jafnvel kennarar og þjálfarar/leiðbeinendur í tómstundastarfi þurfa að tala við börn um hegðun sem þessa og freista þess að koma til skila alvarlegum afleiðingum hegðunarinnar. Innan lögreglu kæmi fræðsla sem þessi í hlut samfélagslögreglumanna en undanfarið hefur verið lagt upp með að auka hlut slíkrar löggæslu. Afleiðingar fyrir barn sem verður fyrir ofbeldi og niðurlægingu jafnaldra sinna geta verið mjög alvarlegar. Börn geta freistast til þess að hefna sín og þá er hætta á því að viðbrögðin verði yfirdrifin vegna hræðslu og þá jafnvel að vopnum sé beitt. Hnífaburður ungmenna hefur aukist mjög undanfarin ár og hefur lögregla lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Flest börn segja að þau hafi með sér hnífa til að verja sig. Það er nauðsynlegt að ræða það við börn alls staðar að slíkt sé óásættanleg afstaða og að sjá til þess að þau geri sér grein fyrir hættunni sem af þessu hlýst. Mál undanfarinna mánaða og ára þar sem börn og ungt fólk hafa beitt hnífi með mjög alvarlegum afleiðingum eru til marks um hættuna sem fylgir því að fólk, þar með talið börn, gangi um með hnífa. Hvað er til ráða? Öflugar forvarnir er grundvöllur þess að árangur náist í málum sem snúa að öryggi barna á Íslandi. Við verðum að vinda ofan af þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og grípa til aðgerða hið snarasta. Slíkar aðgerðir verða að ná til og vera í fullu samráði við foreldra, skólafólk, þjálfara og leiðbeinendur í íþróttum og tómstundastarfi, barnavernd og lögreglu. Ef við náum árangri varðandi börn í viðkvæmri stöðu þá verður hann sýnilegur á svo margan hátt. Það er til mikils að vinna ef okkur tekst með samhentu átaki að grípa börn í hættu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Grímur Grímsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Fyrir og eftir veru mína þar hef ég stýrt rannsóknarsviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem rannsökuð eru skipulögð og alvarleg brotastarfsemi, s.s. kynferðisbrot, ofbeldisbrot, og peningaþvætti. Það er skemmst frá því að segja að málefni barna koma við sögu í öllum þessum málaflokkum á einn eða annan hátt, hvort sem brotið er gegn börnum eða þau sjálf brotleg. Það er sammerkt með aðstæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu að málefni barna eru alls staðar til umræðu. Nægir þar að nefna þann vanda sem Svíar hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár og teygir nú anga sína til hinna Norðurlandanna. Ofbeldi gegn börnum Algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn börnum er heimilisofbeldi, þ.e. þegar aðrir fjölskyldumeðlimir beita barn ofbeldi eða barn er á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Undanfarinn áratug hefur lögreglan unnið eftir sérstöku verklagi þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Sú vinna er í nánu sambandi við barnavernd og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Markmið þessarar nálgunar er að brjóta upp neikvætt mynstur og er horft til þess að heimilisofbeldi sé ein heild en ekki samansafn einstakra tilvika. Afleiðingar langvarandi ofbeldis á heimilum eru skelfilegar. Börn sem upplifa heimilið ekki sem griðarstað eru margfalt líklegri til að flosna upp úr námi, leiðast út í neyslu og einangrast. Öll þau sem koma að málefnum þessara barna verða að búa yfir bjargráðum til að aðstoða börn í þessum áhættuhópi. Þar þarf að fá sem flesta að borðinu og skapa sátt um aðgerðir. Mál sem varða börn í viðkvæmri stöðu eru oftar en ekki með flóknustu málum lögreglunnar hverju sinni og það er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Börn sem beita ofbeldi Fyrir nokkrum árum bar mikið á því að börn á aldursbilinu 13 til 18 ára voru að birta myndbönd af ofbeldi og niðurlægingu sem þau beittu önnur börn á svipuðum aldri. Á þessu var tekið með samstilltu átaki lögreglu og barnaverndarnefnda og eftir það dró mjög úr þessari hegðun ungmenna. En þessi hegðun blossar alltaf upp annað slagið. Lögreglan tekur á þessum málum með mismunandi hætti eftir aldri gerandans. Það er tilfinning þeirra sem starfað hafa í lögreglunni að netnotkun þar sem ofbeldi er normalíserað sé ástæða þessarar hegðunar og það verður ekki sagt nógu oft að foreldrar og forráðamenn og jafnvel kennarar og þjálfarar/leiðbeinendur í tómstundastarfi þurfa að tala við börn um hegðun sem þessa og freista þess að koma til skila alvarlegum afleiðingum hegðunarinnar. Innan lögreglu kæmi fræðsla sem þessi í hlut samfélagslögreglumanna en undanfarið hefur verið lagt upp með að auka hlut slíkrar löggæslu. Afleiðingar fyrir barn sem verður fyrir ofbeldi og niðurlægingu jafnaldra sinna geta verið mjög alvarlegar. Börn geta freistast til þess að hefna sín og þá er hætta á því að viðbrögðin verði yfirdrifin vegna hræðslu og þá jafnvel að vopnum sé beitt. Hnífaburður ungmenna hefur aukist mjög undanfarin ár og hefur lögregla lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Flest börn segja að þau hafi með sér hnífa til að verja sig. Það er nauðsynlegt að ræða það við börn alls staðar að slíkt sé óásættanleg afstaða og að sjá til þess að þau geri sér grein fyrir hættunni sem af þessu hlýst. Mál undanfarinna mánaða og ára þar sem börn og ungt fólk hafa beitt hnífi með mjög alvarlegum afleiðingum eru til marks um hættuna sem fylgir því að fólk, þar með talið börn, gangi um með hnífa. Hvað er til ráða? Öflugar forvarnir er grundvöllur þess að árangur náist í málum sem snúa að öryggi barna á Íslandi. Við verðum að vinda ofan af þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og grípa til aðgerða hið snarasta. Slíkar aðgerðir verða að ná til og vera í fullu samráði við foreldra, skólafólk, þjálfara og leiðbeinendur í íþróttum og tómstundastarfi, barnavernd og lögreglu. Ef við náum árangri varðandi börn í viðkvæmri stöðu þá verður hann sýnilegur á svo margan hátt. Það er til mikils að vinna ef okkur tekst með samhentu átaki að grípa börn í hættu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun