Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 13:20 Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun