Dramatík á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2024 19:32 Pierre Kalulu og John McGinn í baráttunni. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikur kvöldsins var svo sannarlega stál í stál og ekki mikið um opin marktækifæri. Áður en Rogers hélt hann hefði skorað bjargaði Emiliano Martínez í marki Villa og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Í blálok leiks kom Rogers boltanum í netið en aukaspyrna var dæmt þar sem brotið var á Michele Di Gregorio, markverði Juventus, í aðdraganda marksins. Lokatölur 0-0 og Aston Villa nú í 9. sæti með 10 stig að loknum fimm leikjum á meðan Juventus er í 19. sæti með 8 stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikur kvöldsins var svo sannarlega stál í stál og ekki mikið um opin marktækifæri. Áður en Rogers hélt hann hefði skorað bjargaði Emiliano Martínez í marki Villa og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Í blálok leiks kom Rogers boltanum í netið en aukaspyrna var dæmt þar sem brotið var á Michele Di Gregorio, markverði Juventus, í aðdraganda marksins. Lokatölur 0-0 og Aston Villa nú í 9. sæti með 10 stig að loknum fimm leikjum á meðan Juventus er í 19. sæti með 8 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti