Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar 27. nóvember 2024 15:42 Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar