Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar 27. nóvember 2024 16:22 Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Ingólfur Gíslason Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun