Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:40 Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar