Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 18:23 Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé um gjaldtöku af hinum ýmsu auðlindum frá einum tíma til annars og undan því eiga atvinnugreinar sem í hlut eiga ekki að kveinka sér. Öll erum við hagaðilar þegar kemur að nýtingu auðlinda hér á landi og höfum af því ríka hagsmuni að rétt sé gefið. Upplýst umræða er því mikilvæg. Oftsinnis hafa verið gerðar breytingar á auðlindagjaldi í sjávarútvegi, með hliðsjón af þeirri reynslu sem ár hvert og aðstæður hafa fært okkur. Verandi líklega fyrst þjóða til að taka gjald fyrir nýtingu sjávarauðlindarinnar, þá höfum við lært margt á þeim 20 árum sem liðin eru. Það er jákvætt. Hvað sem þessu líður virðist sjaldan skortur á sjónarmiðum um að í sjávarútvegi séu óþrjótandi lendur til frekari skattheimtu. Um helgina er gengið til þingkosninga. Eðli máls samkvæmt hafa hinir ýmsu flokkar hugyndir um hvernig hámarka megi verðmæti sjávarauðlindarinnar fyrir þjóðarhag. Fæstir hafa þó kynnt ítarlegar útfærslur. Hugmyndir formanns Samfylkingarinnar hafa verið nokkuð áberandi umliðnar vikur. Formaðurinn hefur sagt að hann vilji tvöfalda veiðigjaldið á átta til tíu árum. Með slíkum áformum segist formaðurinn vilja draga úr óvissu sem sjávarútvegur hefur þurft að búa við vegna orðræðu stjórnmálamanna um kerfisbreytingar. Þessi hugsun er mjög virðingarverð. Og það má meira að segja hugsa sér framtíð þar sem veiðigjaldið skilar tvöfalt meiri tekjum til ríkisins en það gerir í dag. Það sem hins vegar öllu máli skiptir er leiðin að því markmiði en þar verða hugmyndir formannsins heldur þokukenndar. Óvissan fyrir atvinnugreinina er því í raun engu minni. Hugmyndir Samfylkingarinnar virðast fyrst og síðast byggjast á þeirri forsendu að til staðar sé auðlindarenta í sjávarútvegi, sem ekki er skattlögð nú þegar. Það er því ágætt að hugleiða hugtakið auðlindarenta aðeins nánar, enda virðist formanninum sárna að atvinnugreinin skuli treglega viðurkenna tilvist hennar. Leikur með forsendur Það er sannanlega til hagfræðilegt hugtak sem nefnist auðlindarenta. Hugtakið á að lýsa þeim umframhagnaði sem fellur til við nýtingu náttúruauðlinda. Fræðilega kenningin er sú að þar sem auðlindir eru í eðli sínu takmarkaðar, og oft ekki nægar til að seðja eftirspurn markaðarins, þá verður til umframeftirspurn, þ.e. meiri eftirspurn en framboð. Þetta á samkvæmt kenningum að leiða til verðhækkana og þar af leiðandi aukins hagnaðar. Þetta kann að hljóma einfalt. Málið vandast hins vegar mjög verulega þegar ákveða þarf hvaða forsendur skuli styðjast við. Hin meinta renta getur til dæmis verið mjög breytileg eftir því hversu vönduð gögn liggja til grundvallar, hverjar markaðsaðstæður eru heima og erlendis, hvernig gengi gjaldmiðla þróast, hvert er tæknistig hagkerfisins og hvernig eignarréttur er skilgreindur og útfærður, svo fátt eitt sé nefnt. Með hliðsjón af þessu mætti öllum vera ljóst að skattlagning auðlindarentu, sem byggir á óljósum og jafnvel matskenndum forsendum, er ekki skynsamleg. Árið 2020 birtist ritrýnd fræðigrein í Marine Resource Economics eftir íslensku hagfræðingana Stefán B. Gunnlaugsson, Hörð Sævaldsson, Daða Má Kristófersson og Svein Agnarsson. Í greininni reyndu þeir að meta skiptingu auðlindarentunnar á milli hinna ýmsu hagaðila. Skilgreinda hagaðila töldu þeir vera íslenska ríkið, aðila sem höfðu selt sig út úr sjávarútvegi og aðila sem stæðu eftir í greininni. Líkt og þeir tóku skýrlega fram þá væri mat á þessu ekki byggt á staðreyndum, heldur forsendum og þær gætu bæði verið einfaldaðar og gallaðar. Sögðu þeir þannig orðrétt (í þýðingu SFS): „Spurningar um réttmæti eru óhjákvæmilega bundnar við rannsóknir af þessu tagi, þar sem þær byggja á nokkrum einfölduðum forsendum sem óhjákvæmilega hafa áhrif á niðurstöðurnar... Hins vegar er meginframlag þessarar greinar til fræðanna útreikningur á dreifingu auðlindarentu meðal helstu hagsmunaaðila. Þetta mat byggir á nokkrum forsendum og er því ekki gallalaust. Nákvæma dreifingu auðlindaarðs meðal þessara þriggja hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi er því erfitt, eða næstum ómögulegt, að meta.“ Það getur varla annað en leitt af eðli máls að það sem næsta ómögulegt er að meta getur aldrei orðið gott andlag skattlagningar. Hér er raunar ekki um séríslenskt vandamál að ræða. Tvær fræðigreinar komu til dæmis út árin 2010 og 2018 þar sem möguleg auðlindarenta í dönskum sjávarútvegi var umfjöllunarefnið. Í annarri þeirra var komist að því að auðlindarenta hafi aukist við innleiðingu kvótakerfisins þar í landi, en í hinni ekki. Einfaldari leiðir Af þessum ástæðum sætir nokkurri furðu hversu mikla áherslu formaður Samfylkingarinnar – og raunar fleiri aðilar – leggur á hugtakið sem slíkt. Það skiptir í raun óverulegu máli og aldrei mun fást endanleg og vísindalega sönnuð niðurstaða um hana. Ef það er hins vegar til að skapa einhverja sátt eða skilning um umfang auðlindagjalda í sjávarútvegi, þá má í raun segja að íslenska ríkið er að nálgast mögulega rentu með því að leggja sérstaka skatta á hagnað fiskveiða, nánar tiltekið 33% af hagnaði. Hagnaður er nefnilega þekkt stærð og er einfalt fyrir yfirvöld að hafa eftirlit með því að hann sé rétt reiknaður. Þannig ætti núverandi andlag skattlagningarinnar vafalaust að vera fyrirsjáanlegra og minna umdeilt. Og þar með betra fyrir alla. Áhrif á samkeppnishæfni Því miður hefur umræða um auðlindarentu og auðlindagjald í sjávarútvegi oft og tíðum byggst á milli vanþekkingu og upphrópunum. Það má vona að það breytist og umræðan dýpki, þó það hafi ekki gerst nú fyrir kosningar. Það vakti meðal annars undrun þegar formaður Samfylkingarinnar staðhæfði í viðtali að auðlindarenta væri vísindalega sönnuð og skattlagning hennar hefði engin áhrif á framleiðni eða samkeppnishæfni greinarinnar að öðru leyti. Það er hagfræðileg kenning sem ekki hefur heyrst áður, að ég tel. Og hún stenst auðvitað ekki skoðun. Í áðurnefndri grein íslensku hagfræðinganna var meðal annars fjallað aðeins um þetta og sagði þar orðrétt (í þýðingu SFS): „Auðlindarentan ætti að vera skattlögð, og skattar og gjöld sem innheimt eru ættu í það minnsta að standa undir kostnaði ríkisins við stjórn veiðiauðlindarinnar. Ísland hefur valið að skattleggja þá auðlindarentu sem rennur til fyrirtækja sem starfa nú í greininni – þó í hóflegu magni. Skattlagningin er lág vegna þess að hærri skattar á auðlindarentu gætu dregið úr fjárfestingum, leitt til atvinnumissis og minnkað samkeppnishæfni greinarinnar.“ Það kann auðvitað að vera að sitt sýnist hverjum um það hvort skattlagningin sé há eða lág. Það er hins vegar mikilvægt að leggja mat á áhrif skattlagningarinnar frá einum tíma til annars. Skattlagning sem dregur verulega úr þrótti fyrirtækja til að fjárfesta og þróast fram veginn, í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, bitnar ekki aðeins á fyrirtækjum, heldur samfélaginu öllu. Minni verðmætasköpun dregur úr framlagi atvinnugreinarinnar til hagvaxtar og áframhaldandi góðra lífskjara. Það skiptir auðvitað ekki nokkru máli hvaða nafn frambjóðendur gefa skattlagningunni, hvort heldur talað sé um skatt á hagnað eða meinta rentu. Rekstrarreikningur fyrirtækja er aðeins einn og allir skattar hafa áhrif á hagnað og þannig svigrúm til fjárfestinga. Að hlúa að góðu svíni Það má kannski að lokum viðurkenna að við orðræðu sumra frambjóðenda og flokka í aðdraganda kosninga nú, þá hefur ágætri dæmisögu um svín eitt á bóndabæ skotið upp í kollinum á mér. Hún getur vonandi orðið að hugvekju fyrir þá frambjóðendur sem brátt taka sæti á Alþingi. Einu sinni var maður sem kom á bóndabæ og sá þar þrífætt svín. Honum fannst þetta mjög merkilegt og spurði bóndann hvernig stæði á þessu. „Já, svínið. Hann er ótrúlegur. Hann er arkitekt og hefur teiknað allar viðbyggingarnar við bæinn hjá mér og allar lagnir. Svo er hann líka fínasti rafvirki.“ „En af hverju er hann þrífættur?“ „Já, og svo er hann líka fyrirtaks kokkur. Eldar matinn fyrir okkur á hverju kvöldi og gengur frá. Svo er hann líka frábær í að passa börn og sjá til þess að allt sé í standi á heimilinu.“ „Já, en hvernig missti hann fótinn?“ „Já, og svo hefur hann líka verið að hjálpa krökkunum við heimanámið og talar fjögur tungumál.“ „Já, en hvernig missti hann fótinn?“ „Jú, sjáðu til. Þegar maður á svona svín, þá borðar maður það ekki allt í einu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé um gjaldtöku af hinum ýmsu auðlindum frá einum tíma til annars og undan því eiga atvinnugreinar sem í hlut eiga ekki að kveinka sér. Öll erum við hagaðilar þegar kemur að nýtingu auðlinda hér á landi og höfum af því ríka hagsmuni að rétt sé gefið. Upplýst umræða er því mikilvæg. Oftsinnis hafa verið gerðar breytingar á auðlindagjaldi í sjávarútvegi, með hliðsjón af þeirri reynslu sem ár hvert og aðstæður hafa fært okkur. Verandi líklega fyrst þjóða til að taka gjald fyrir nýtingu sjávarauðlindarinnar, þá höfum við lært margt á þeim 20 árum sem liðin eru. Það er jákvætt. Hvað sem þessu líður virðist sjaldan skortur á sjónarmiðum um að í sjávarútvegi séu óþrjótandi lendur til frekari skattheimtu. Um helgina er gengið til þingkosninga. Eðli máls samkvæmt hafa hinir ýmsu flokkar hugyndir um hvernig hámarka megi verðmæti sjávarauðlindarinnar fyrir þjóðarhag. Fæstir hafa þó kynnt ítarlegar útfærslur. Hugmyndir formanns Samfylkingarinnar hafa verið nokkuð áberandi umliðnar vikur. Formaðurinn hefur sagt að hann vilji tvöfalda veiðigjaldið á átta til tíu árum. Með slíkum áformum segist formaðurinn vilja draga úr óvissu sem sjávarútvegur hefur þurft að búa við vegna orðræðu stjórnmálamanna um kerfisbreytingar. Þessi hugsun er mjög virðingarverð. Og það má meira að segja hugsa sér framtíð þar sem veiðigjaldið skilar tvöfalt meiri tekjum til ríkisins en það gerir í dag. Það sem hins vegar öllu máli skiptir er leiðin að því markmiði en þar verða hugmyndir formannsins heldur þokukenndar. Óvissan fyrir atvinnugreinina er því í raun engu minni. Hugmyndir Samfylkingarinnar virðast fyrst og síðast byggjast á þeirri forsendu að til staðar sé auðlindarenta í sjávarútvegi, sem ekki er skattlögð nú þegar. Það er því ágætt að hugleiða hugtakið auðlindarenta aðeins nánar, enda virðist formanninum sárna að atvinnugreinin skuli treglega viðurkenna tilvist hennar. Leikur með forsendur Það er sannanlega til hagfræðilegt hugtak sem nefnist auðlindarenta. Hugtakið á að lýsa þeim umframhagnaði sem fellur til við nýtingu náttúruauðlinda. Fræðilega kenningin er sú að þar sem auðlindir eru í eðli sínu takmarkaðar, og oft ekki nægar til að seðja eftirspurn markaðarins, þá verður til umframeftirspurn, þ.e. meiri eftirspurn en framboð. Þetta á samkvæmt kenningum að leiða til verðhækkana og þar af leiðandi aukins hagnaðar. Þetta kann að hljóma einfalt. Málið vandast hins vegar mjög verulega þegar ákveða þarf hvaða forsendur skuli styðjast við. Hin meinta renta getur til dæmis verið mjög breytileg eftir því hversu vönduð gögn liggja til grundvallar, hverjar markaðsaðstæður eru heima og erlendis, hvernig gengi gjaldmiðla þróast, hvert er tæknistig hagkerfisins og hvernig eignarréttur er skilgreindur og útfærður, svo fátt eitt sé nefnt. Með hliðsjón af þessu mætti öllum vera ljóst að skattlagning auðlindarentu, sem byggir á óljósum og jafnvel matskenndum forsendum, er ekki skynsamleg. Árið 2020 birtist ritrýnd fræðigrein í Marine Resource Economics eftir íslensku hagfræðingana Stefán B. Gunnlaugsson, Hörð Sævaldsson, Daða Má Kristófersson og Svein Agnarsson. Í greininni reyndu þeir að meta skiptingu auðlindarentunnar á milli hinna ýmsu hagaðila. Skilgreinda hagaðila töldu þeir vera íslenska ríkið, aðila sem höfðu selt sig út úr sjávarútvegi og aðila sem stæðu eftir í greininni. Líkt og þeir tóku skýrlega fram þá væri mat á þessu ekki byggt á staðreyndum, heldur forsendum og þær gætu bæði verið einfaldaðar og gallaðar. Sögðu þeir þannig orðrétt (í þýðingu SFS): „Spurningar um réttmæti eru óhjákvæmilega bundnar við rannsóknir af þessu tagi, þar sem þær byggja á nokkrum einfölduðum forsendum sem óhjákvæmilega hafa áhrif á niðurstöðurnar... Hins vegar er meginframlag þessarar greinar til fræðanna útreikningur á dreifingu auðlindarentu meðal helstu hagsmunaaðila. Þetta mat byggir á nokkrum forsendum og er því ekki gallalaust. Nákvæma dreifingu auðlindaarðs meðal þessara þriggja hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi er því erfitt, eða næstum ómögulegt, að meta.“ Það getur varla annað en leitt af eðli máls að það sem næsta ómögulegt er að meta getur aldrei orðið gott andlag skattlagningar. Hér er raunar ekki um séríslenskt vandamál að ræða. Tvær fræðigreinar komu til dæmis út árin 2010 og 2018 þar sem möguleg auðlindarenta í dönskum sjávarútvegi var umfjöllunarefnið. Í annarri þeirra var komist að því að auðlindarenta hafi aukist við innleiðingu kvótakerfisins þar í landi, en í hinni ekki. Einfaldari leiðir Af þessum ástæðum sætir nokkurri furðu hversu mikla áherslu formaður Samfylkingarinnar – og raunar fleiri aðilar – leggur á hugtakið sem slíkt. Það skiptir í raun óverulegu máli og aldrei mun fást endanleg og vísindalega sönnuð niðurstaða um hana. Ef það er hins vegar til að skapa einhverja sátt eða skilning um umfang auðlindagjalda í sjávarútvegi, þá má í raun segja að íslenska ríkið er að nálgast mögulega rentu með því að leggja sérstaka skatta á hagnað fiskveiða, nánar tiltekið 33% af hagnaði. Hagnaður er nefnilega þekkt stærð og er einfalt fyrir yfirvöld að hafa eftirlit með því að hann sé rétt reiknaður. Þannig ætti núverandi andlag skattlagningarinnar vafalaust að vera fyrirsjáanlegra og minna umdeilt. Og þar með betra fyrir alla. Áhrif á samkeppnishæfni Því miður hefur umræða um auðlindarentu og auðlindagjald í sjávarútvegi oft og tíðum byggst á milli vanþekkingu og upphrópunum. Það má vona að það breytist og umræðan dýpki, þó það hafi ekki gerst nú fyrir kosningar. Það vakti meðal annars undrun þegar formaður Samfylkingarinnar staðhæfði í viðtali að auðlindarenta væri vísindalega sönnuð og skattlagning hennar hefði engin áhrif á framleiðni eða samkeppnishæfni greinarinnar að öðru leyti. Það er hagfræðileg kenning sem ekki hefur heyrst áður, að ég tel. Og hún stenst auðvitað ekki skoðun. Í áðurnefndri grein íslensku hagfræðinganna var meðal annars fjallað aðeins um þetta og sagði þar orðrétt (í þýðingu SFS): „Auðlindarentan ætti að vera skattlögð, og skattar og gjöld sem innheimt eru ættu í það minnsta að standa undir kostnaði ríkisins við stjórn veiðiauðlindarinnar. Ísland hefur valið að skattleggja þá auðlindarentu sem rennur til fyrirtækja sem starfa nú í greininni – þó í hóflegu magni. Skattlagningin er lág vegna þess að hærri skattar á auðlindarentu gætu dregið úr fjárfestingum, leitt til atvinnumissis og minnkað samkeppnishæfni greinarinnar.“ Það kann auðvitað að vera að sitt sýnist hverjum um það hvort skattlagningin sé há eða lág. Það er hins vegar mikilvægt að leggja mat á áhrif skattlagningarinnar frá einum tíma til annars. Skattlagning sem dregur verulega úr þrótti fyrirtækja til að fjárfesta og þróast fram veginn, í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, bitnar ekki aðeins á fyrirtækjum, heldur samfélaginu öllu. Minni verðmætasköpun dregur úr framlagi atvinnugreinarinnar til hagvaxtar og áframhaldandi góðra lífskjara. Það skiptir auðvitað ekki nokkru máli hvaða nafn frambjóðendur gefa skattlagningunni, hvort heldur talað sé um skatt á hagnað eða meinta rentu. Rekstrarreikningur fyrirtækja er aðeins einn og allir skattar hafa áhrif á hagnað og þannig svigrúm til fjárfestinga. Að hlúa að góðu svíni Það má kannski að lokum viðurkenna að við orðræðu sumra frambjóðenda og flokka í aðdraganda kosninga nú, þá hefur ágætri dæmisögu um svín eitt á bóndabæ skotið upp í kollinum á mér. Hún getur vonandi orðið að hugvekju fyrir þá frambjóðendur sem brátt taka sæti á Alþingi. Einu sinni var maður sem kom á bóndabæ og sá þar þrífætt svín. Honum fannst þetta mjög merkilegt og spurði bóndann hvernig stæði á þessu. „Já, svínið. Hann er ótrúlegur. Hann er arkitekt og hefur teiknað allar viðbyggingarnar við bæinn hjá mér og allar lagnir. Svo er hann líka fínasti rafvirki.“ „En af hverju er hann þrífættur?“ „Já, og svo er hann líka fyrirtaks kokkur. Eldar matinn fyrir okkur á hverju kvöldi og gengur frá. Svo er hann líka frábær í að passa börn og sjá til þess að allt sé í standi á heimilinu.“ „Já, en hvernig missti hann fótinn?“ „Já, og svo hefur hann líka verið að hjálpa krökkunum við heimanámið og talar fjögur tungumál.“ „Já, en hvernig missti hann fótinn?“ „Jú, sjáðu til. Þegar maður á svona svín, þá borðar maður það ekki allt í einu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun