„Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 21:14 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði hvort að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gæti fengið sinn eiginn þátt? vísir/vilhelm Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð heitt í hamsi þegar að þeir ræddu húsnæðismarkaðinn, lóðaframboð og aðkomu ríkisins að uppbyggingu í kappræðum flokksleiðtoganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn eftir langa ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þar sem hann gagnrýndi stefnu síðustu ríkisstjórnar. Nóg var um innskot og frammíköll á meðan að leiðtogar flokkanna ræddu sínar lausnir og hugmyndir til að vinna bug á húsnæðisvandanum hér á landi. Sjá má hluta umræðunnar í spilaranum hér að neðan. Eru borgarstjórnarkosningar í gangi? Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna um húsnæðismálin og sagði það stærstu mistök stjórnvalda í húsnæðiskerfinu að hafa lagt niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin. „Þá var farið í auknum mæli þá að leið að hjálpa fólki að skuldsetja sig, í samkeppni um sömu íbúðir.“ Hún tók jafnframt fram að mikilvægt væri fyrir ríkið að koma í veg fyrir lóðabrask og að fjárfestar og fólk sæti of lengi á ónotuðum lóðum. Mikilvægt væri að veita almenna markaðnum aðhald og halda Airbnb í skefjum. Sterkt og öflugt óhagnaðardrifið kerfi verndi restina af markaðnum. Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir áttu í orðaskaki.vísir/vilhelm Bjarni sagðist geta tekið undir að það verði að huga að félagslega enda kerfisins. Eigið fé hafi safnast upp hjá félögum sem reki íbúðirnar umfram það sem hóflegt sé til dæmis hjá félagsbústöðum. Þá segir hann húsnæðisvandann eiga rót sína að rekja til Reykjavíkurborgar þar sem lítið hafi verið byggt undanfarin ár. Svæðisskipulagið hafi ekki virkað. Kristrún greip þá inn í og tók upp hanskan fyrir Reykjavík og tók fram að mest af óhagnaðardrifnu húsnæði á landinu sé í Reykjavík. Þá urðu orðaskipti hjá Kristrúnu og Bjarna þar sem Bjarni tók ítrekað fram að dýrustu lóðirnar væru í Reykjavík. Þau töluðu ofan í hvort annað í um mínútu á meðan þessu stóð. Þá skaut Svandís Svavarsdóttir inn í og spurði hvort að borgarstjórnarkosningar væru í gangi. „Nei bíddu þú varst farinn þá“ Orðaskakið hélt áfram og var Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fljótur að grípa orðið og spurði hvort fólk vildi heyra lausnina við þessu öllu saman. Þá hélt Sigurður eldræðu um að mikilvægt sé að setja fram nægilegt magn af húsnæði í einum heildar pakka. „Reykjavíkurborg er að fara að úthluta 360 íbúðum í Úlfarsárdal. Það eru komnar íbúðir á Kjalarnesi. Það eru 800 íbúðir komnar á Ásbrú, við eigum fleiri lendur hingað og þangað. Þetta gerum við framboðsmegin.“ Sigurður átti þó orðið ekki um langa hríð og stökk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, næst á tækifærið að tjá sig og sagði orðræðu Sigurðar slá út fyrrum kosningaloforð Framsóknarflokksins. Þorgerður sló á létta strengi á milli Sigmundar og Sigurðar.vísir/vilhelm „Hvernig fór með svissnesku leiðinni? Man einhver eftir henni?“ spurði Sigmundur og beindi spurningunni að Sigurði Inga. „Hún er til. Það er séreignarsparnaður, manstu ekki eftir henni? Nei bíddu þú varst farinn þá. Ég man það núna,“ sagði Sigurður. Þorgeður Katrín Gunnarsdóttir grínaðist þá með það að skipta um pláss við Sigurð svo að hann og Sigmundur gætu útkljáð sín mál. „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Þá skiptust Sigurður og Sigmundur á að tjá sig um nokkra tíð, þar sem Sigmundur skaut föstum skotum að ríkisstjórninni og Sigmundur tók upp hanskann fyrir störfum sínum í fjármálaráðuneytinu. Sigmudnur sagði þá ríkisstjórnina ekki byggja nóg og að framkvæmdir hennar í vegakerfinu væru í ruglinu. Þá brást Bjarni við og tók við orðaskak á milli þeirra um vegaframkvæmd. „Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni þá. Sigmundur hélt þó máli sínu áfram þangað til að Svandís beið um orðið og spurði: „Ég held að Sigmundur sé búinn að messa hérna alveg ágætlega ef að ég má, ef að ég má, ef að ég má .. Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann? Nei, allt í lagi,“ sagði hún og lýsti síðan stefnu Vinstri grænna og mikilvægi þess að húsnæðismarkaðurinn verði lagaður fyrir ungt fólk. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn eftir langa ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þar sem hann gagnrýndi stefnu síðustu ríkisstjórnar. Nóg var um innskot og frammíköll á meðan að leiðtogar flokkanna ræddu sínar lausnir og hugmyndir til að vinna bug á húsnæðisvandanum hér á landi. Sjá má hluta umræðunnar í spilaranum hér að neðan. Eru borgarstjórnarkosningar í gangi? Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna um húsnæðismálin og sagði það stærstu mistök stjórnvalda í húsnæðiskerfinu að hafa lagt niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin. „Þá var farið í auknum mæli þá að leið að hjálpa fólki að skuldsetja sig, í samkeppni um sömu íbúðir.“ Hún tók jafnframt fram að mikilvægt væri fyrir ríkið að koma í veg fyrir lóðabrask og að fjárfestar og fólk sæti of lengi á ónotuðum lóðum. Mikilvægt væri að veita almenna markaðnum aðhald og halda Airbnb í skefjum. Sterkt og öflugt óhagnaðardrifið kerfi verndi restina af markaðnum. Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir áttu í orðaskaki.vísir/vilhelm Bjarni sagðist geta tekið undir að það verði að huga að félagslega enda kerfisins. Eigið fé hafi safnast upp hjá félögum sem reki íbúðirnar umfram það sem hóflegt sé til dæmis hjá félagsbústöðum. Þá segir hann húsnæðisvandann eiga rót sína að rekja til Reykjavíkurborgar þar sem lítið hafi verið byggt undanfarin ár. Svæðisskipulagið hafi ekki virkað. Kristrún greip þá inn í og tók upp hanskan fyrir Reykjavík og tók fram að mest af óhagnaðardrifnu húsnæði á landinu sé í Reykjavík. Þá urðu orðaskipti hjá Kristrúnu og Bjarna þar sem Bjarni tók ítrekað fram að dýrustu lóðirnar væru í Reykjavík. Þau töluðu ofan í hvort annað í um mínútu á meðan þessu stóð. Þá skaut Svandís Svavarsdóttir inn í og spurði hvort að borgarstjórnarkosningar væru í gangi. „Nei bíddu þú varst farinn þá“ Orðaskakið hélt áfram og var Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fljótur að grípa orðið og spurði hvort fólk vildi heyra lausnina við þessu öllu saman. Þá hélt Sigurður eldræðu um að mikilvægt sé að setja fram nægilegt magn af húsnæði í einum heildar pakka. „Reykjavíkurborg er að fara að úthluta 360 íbúðum í Úlfarsárdal. Það eru komnar íbúðir á Kjalarnesi. Það eru 800 íbúðir komnar á Ásbrú, við eigum fleiri lendur hingað og þangað. Þetta gerum við framboðsmegin.“ Sigurður átti þó orðið ekki um langa hríð og stökk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, næst á tækifærið að tjá sig og sagði orðræðu Sigurðar slá út fyrrum kosningaloforð Framsóknarflokksins. Þorgerður sló á létta strengi á milli Sigmundar og Sigurðar.vísir/vilhelm „Hvernig fór með svissnesku leiðinni? Man einhver eftir henni?“ spurði Sigmundur og beindi spurningunni að Sigurði Inga. „Hún er til. Það er séreignarsparnaður, manstu ekki eftir henni? Nei bíddu þú varst farinn þá. Ég man það núna,“ sagði Sigurður. Þorgeður Katrín Gunnarsdóttir grínaðist þá með það að skipta um pláss við Sigurð svo að hann og Sigmundur gætu útkljáð sín mál. „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Þá skiptust Sigurður og Sigmundur á að tjá sig um nokkra tíð, þar sem Sigmundur skaut föstum skotum að ríkisstjórninni og Sigmundur tók upp hanskann fyrir störfum sínum í fjármálaráðuneytinu. Sigmudnur sagði þá ríkisstjórnina ekki byggja nóg og að framkvæmdir hennar í vegakerfinu væru í ruglinu. Þá brást Bjarni við og tók við orðaskak á milli þeirra um vegaframkvæmd. „Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni þá. Sigmundur hélt þó máli sínu áfram þangað til að Svandís beið um orðið og spurði: „Ég held að Sigmundur sé búinn að messa hérna alveg ágætlega ef að ég má, ef að ég má, ef að ég má .. Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann? Nei, allt í lagi,“ sagði hún og lýsti síðan stefnu Vinstri grænna og mikilvægi þess að húsnæðismarkaðurinn verði lagaður fyrir ungt fólk.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira