Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2024 08:51 Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun