Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun