Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 15:22 Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar