„Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Magnús Jochum Pálsson, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 21:14 Bergþóra Kristinsdóttir hjá Vegagerðinni og Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, vinna báðar að undirbúningi morgundagsins. Þær ráða hins vegar ekki yfir veðrinu. Stöð 2 Yfirkjörstjórnir landsins vinna nú að því að gera allt klárt fyrir kosningar á morgun en veður gæti sett strik í reikninginn. Vegagerðin hefur ráðið fleiri verktaka og fjölgað tækjum. Ef ekki tekst að opna alla kjörstað þarf að fresta talningu. Staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir að 42.500 hefðu þegar greitt utankjörfundar á landinu öllu og þar af rétt tæplega 25 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin frá síðustu kosningum kemur hlutfallslega utan af landi enda mest hætta á vondu veðri þar á morgun. Fréttastofa ræddi við Kristínu Edwald, formann yfirkjörstjórnar, um kosningarnar á morgun og veðurspána. Hvernig metur þú stöðuna fyrir morgundaginn? „Ég meta hana bara vel. Það er allt tilbúið og öll skipulagning hefur gengið vel. Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn,“ sagði Kristín. Hvað gerist ef það þarf að fresta kjörfundi einhvers staðar? „Það mun hafa þau áhrif að það verður ekki hægt að byrja að telja neins staðar fyrr en þeim kjörfundi er lokið. Það mun hafa áhrif á það hvenær niðurstöður kosninganna liggja fyrir,“ sagði Kristín. Áttu von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið en verði kannski lokað fyrr? Hvenær mun þetta liggja fyrir? „Ég á von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið og síðan verður bara að taka stöðuna. Heimafólk lítur til veðurs og þetta verður metið eftir því sem fram líður degi. Ef það þyrfti að taka slíka ákvörðun, sem liggur alls ekki fyrir, þá yrði það gert sem fyrst,“ sagði hún. Gætu þurft að fresta talningu Fréttastofa tók einnig stöðuna á undirbúningi í Ráðhúsinu í morgun og ræddi þar við Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar. Þar var allt á fullu. Reykvíkingar eru bjartsýnir þó veðrið eigi að vera vont fyrir austan.Stöð 2 „Hér verður eitthvað af fólki að vinna fram á nótt við að yfirfara þessi utankjörfundaratkvæði sem þurfa að komast á sína kjörstaði í fyrramálið. En svona helmingur okkar fer heim upp úr 18-20, það er að segja við sem ætlum að mæta snemma í fyrramálið,“ sagði Helga, Það er ekki útlit fyrir gott veður víða um landið en ertu ekki bjartsýn á að þetta fari allt samkvæmt áætlun hér í Reykjavík? „Jú, vetrarþjónustan okkar hefur verið að fylgjast mjög vel með og þau eru með bakvakt en gera ekki ráð fyrir að þurfa að gera mikið meira en að moka og salta smá. Þau eru tilbúin í slaginn og viðbúin. En við þurfum að fylgjast mjög vel með vegna þess að við gætum þurft að fresta talningu ef það tekst ekki að opna kjörstaði um allt land. Þannig nú erum við að vinna í plan b og jafnvel c,“ sagði hún. Mjög erfitt að tryggja nokkuð Vegagerðin hefur líka verið á fullu undanfarna daga við að undirbúa kjördag. Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld og gilda allt fram á sunnudag. Það gæti haft veruleg áhrif vegna fannfergis og vonds veðurs. Fréttastofa ræddi við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Þið hafið undirbúið þetta vel? „Við erum búin að vera síðustu daga að vakta veðrið og reyna að búa okkur undir hvað sem er,“ sagði Bergþóra. Hvað ætlið þið að gera til að tryggja að fólk komist á kjörstað á morgun? „Fyrir það fyrsta verður mjög erfitt að geta tryggt eitthvað en við munum leggja okkur öll fram við að gera hvað við getum til þess að hægt verði að halda kjörfundi og sjá til þess að allir komist á kjörstað á morgun,“ sagði hún. Mjöll geti valdið skafrenningi og blindu Bergþóra segir Vegagerðina fyrst og fremst hafa verið að bæta við sig mannskap. Búið sé að semja fleiri verktaka og undirbúa fleiri tæki til að vera á vaktinni ef færðin verður erfið. „Það kemur hríð í kvöld og nótt yfir með fannfergi og svo verður hvasst. Það er mikil mjöll um allt land sem mun geta valdið skafrenningi og blindu. Þannig við erum að búa okkur undir ýmislegt,“ sagði hún. Vegagerðin verður með fleiri verktaka og fleiri tæki fyrir austan vegna veðurspárinnar. „Við erum búin að skipuleggja hvar við byrjum og hvar má búast við á hverjum tíma hvar ástandið verði verst. Það er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi síðustu daga,“ sagði Begþóra. Alþingiskosningar 2024 Veður Vegagerð Tengdar fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir að 42.500 hefðu þegar greitt utankjörfundar á landinu öllu og þar af rétt tæplega 25 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin frá síðustu kosningum kemur hlutfallslega utan af landi enda mest hætta á vondu veðri þar á morgun. Fréttastofa ræddi við Kristínu Edwald, formann yfirkjörstjórnar, um kosningarnar á morgun og veðurspána. Hvernig metur þú stöðuna fyrir morgundaginn? „Ég meta hana bara vel. Það er allt tilbúið og öll skipulagning hefur gengið vel. Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn,“ sagði Kristín. Hvað gerist ef það þarf að fresta kjörfundi einhvers staðar? „Það mun hafa þau áhrif að það verður ekki hægt að byrja að telja neins staðar fyrr en þeim kjörfundi er lokið. Það mun hafa áhrif á það hvenær niðurstöður kosninganna liggja fyrir,“ sagði Kristín. Áttu von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið en verði kannski lokað fyrr? Hvenær mun þetta liggja fyrir? „Ég á von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið og síðan verður bara að taka stöðuna. Heimafólk lítur til veðurs og þetta verður metið eftir því sem fram líður degi. Ef það þyrfti að taka slíka ákvörðun, sem liggur alls ekki fyrir, þá yrði það gert sem fyrst,“ sagði hún. Gætu þurft að fresta talningu Fréttastofa tók einnig stöðuna á undirbúningi í Ráðhúsinu í morgun og ræddi þar við Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar. Þar var allt á fullu. Reykvíkingar eru bjartsýnir þó veðrið eigi að vera vont fyrir austan.Stöð 2 „Hér verður eitthvað af fólki að vinna fram á nótt við að yfirfara þessi utankjörfundaratkvæði sem þurfa að komast á sína kjörstaði í fyrramálið. En svona helmingur okkar fer heim upp úr 18-20, það er að segja við sem ætlum að mæta snemma í fyrramálið,“ sagði Helga, Það er ekki útlit fyrir gott veður víða um landið en ertu ekki bjartsýn á að þetta fari allt samkvæmt áætlun hér í Reykjavík? „Jú, vetrarþjónustan okkar hefur verið að fylgjast mjög vel með og þau eru með bakvakt en gera ekki ráð fyrir að þurfa að gera mikið meira en að moka og salta smá. Þau eru tilbúin í slaginn og viðbúin. En við þurfum að fylgjast mjög vel með vegna þess að við gætum þurft að fresta talningu ef það tekst ekki að opna kjörstaði um allt land. Þannig nú erum við að vinna í plan b og jafnvel c,“ sagði hún. Mjög erfitt að tryggja nokkuð Vegagerðin hefur líka verið á fullu undanfarna daga við að undirbúa kjördag. Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld og gilda allt fram á sunnudag. Það gæti haft veruleg áhrif vegna fannfergis og vonds veðurs. Fréttastofa ræddi við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Þið hafið undirbúið þetta vel? „Við erum búin að vera síðustu daga að vakta veðrið og reyna að búa okkur undir hvað sem er,“ sagði Bergþóra. Hvað ætlið þið að gera til að tryggja að fólk komist á kjörstað á morgun? „Fyrir það fyrsta verður mjög erfitt að geta tryggt eitthvað en við munum leggja okkur öll fram við að gera hvað við getum til þess að hægt verði að halda kjörfundi og sjá til þess að allir komist á kjörstað á morgun,“ sagði hún. Mjöll geti valdið skafrenningi og blindu Bergþóra segir Vegagerðina fyrst og fremst hafa verið að bæta við sig mannskap. Búið sé að semja fleiri verktaka og undirbúa fleiri tæki til að vera á vaktinni ef færðin verður erfið. „Það kemur hríð í kvöld og nótt yfir með fannfergi og svo verður hvasst. Það er mikil mjöll um allt land sem mun geta valdið skafrenningi og blindu. Þannig við erum að búa okkur undir ýmislegt,“ sagði hún. Vegagerðin verður með fleiri verktaka og fleiri tæki fyrir austan vegna veðurspárinnar. „Við erum búin að skipuleggja hvar við byrjum og hvar má búast við á hverjum tíma hvar ástandið verði verst. Það er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi síðustu daga,“ sagði Begþóra.
Alþingiskosningar 2024 Veður Vegagerð Tengdar fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32