Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. desember 2024 09:02 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd. Baráttumál í áratugi Í áranna rás hefur þurft að berjast af alefli fyrir breytingum á lögum, almenningsáliti og orðræðu í tengslum við kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi. Þessa baráttu má að miklu leyti þakka atorkusömum og hugrökkum konum sem þorðu að synda gegn straumnum. Slíkir eldhugar hafa verið okkur hinum fyrirmynd og kveikt umræðu sem breytt hefur samfélögum. Það má nefna ýmis atriði til marks um árangur þessarar baráttu hér á landi; kynferðisleg áreitni er loks litin það alvarlegum augum að varði við lög, litið er á vændi sem ofbeldi, fjarlægja má ofbeldismenn af heimilum og ofbeldi gegn börnum verður ekki þögguninni að bráð eins og tíðkaðist í okkar litla samfélagi á árum áður. 16 daga átakið nú er sprottið af svipaðri rót og að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, enda fjöldi félagasamtaka, sem berst fyrir afnámi kynbundins ofbeldis, með formleg tengsl við þá mikilvægu alþjóðlegu stofnun. Best geymda leyndarmálið Það eru liðin 35 ár frá því að Guðrún heitin Jónsdóttir hóf að vekja athygli samfélagsins á alvarlegum afleiðingum ofbeldis sem börn verða fyrir af hendi náins fjölskyldumeðlims, oftast fjölskylduföður. Hún hafði stofnað sjálfshjálparhópa í krafti þekkingar sinnar og menntunar, með það að markmiði að gefa brotaþolum sifjaspella rödd. Í hópana söfnuðust konur sem höfðu þurft að þola slíkt ofbeldi í barnæsku en líka mæður stúlkna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilisföður. Árið 1989 ákvað sjónvarpið, fyrir hvatningu Guðrúnar, að framleiða sjónvarpsþætti um sifjaspell og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum. Það kom í minn hlut að stýra gerð þáttanna og er yfirskrift þessarar greinar sótt í heiti fyrri þáttarins, en sá síðari nefndist „Sifjaspell; best geymda leyndarmál samfélagsins“. Þar komu brotaþolar fram og lýstu alvarlegum afleiðingum ofbeldisins sem þær máttu þola í æsku. Það hafði ekki gerst áður að í þessum áhrifamikla miðli væri opnað á jafn viðkvæma umræðu tengda börnum og kynferðisofbeldi. Viðbrögðin voru tvenns konar, annars vegar að svona mál væru best geymd í þagnargildi, en hins vegar heyrðust háværar raddir þeirra sem þökkuðu fyrir að umræðan skyldi opnuð. Sjálfri er mér minnisstæðast hugrekki kvennanna sem sögðu frá sárri reynslu sinni í þeirri trú að þeirra sögur gætu forðað öðrum frá samskonar ofbeldi. Síðar var það kallað að skila skömminni. Kona drepin á 10 mínútna fresti Umræðan hefur haldið áfram og hún hefur magnast með árunum. Hún hefur afhjúpað ólýsanlega grimmd, sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan, líka hér á Íslandi. Yfirskrift 16 daga átaksins, sem nú stendur yfir, er „Kona drepin á 10 mínútna fresti“. Vissulega er tíðni glæpa af þessu tagi ólík milli heimshluta, en hvergi óþekkt, og því mikilvægt að ákallið heyrist um allan heim. Ekkert samfélag getur sætt sig við að konur og stúlkur séu myrtar vegna kyns síns og úreltra viðmiða um hlutverk kynjanna. Velmegandi samfélag á borð við okkar getur ekki annað en látið sig þessa baráttu varða og þó brennipunktur átaksins varði konur og stúlkur þá skulum við hafa í huga að hún á einnig við alla þá kynsegin einstaklinga, kvár og stálp, sem eiga á hættu sömu viðhorf og sama ofbeldi. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld um allan heim til að gangast við ábyrgð sinni á því að ofbeldinu linni. Það geta stjórnvöld gert með því að viðurkenna að ótímabær dauðsföll kvenna og stúlkna kunni að vera af völdum ofbeldis af hálfu fjölskyldumeðlims eða náins ættingja. Aðeins þannig verða til áreiðanlegar upplýsingar og tölfræði sem sýnt getur fram á umfang ofbeldisins. Enn skortir tilfinnanlega meðvitund og vilja til að safna þessum upplýsingum og láta þær af hendi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Von okkar er sú ákallið nái að vekja stjórnvöld um allan heim og samfélagið allt til meðvitundar um þá sameiginlegu skyldu okkar að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd. Baráttumál í áratugi Í áranna rás hefur þurft að berjast af alefli fyrir breytingum á lögum, almenningsáliti og orðræðu í tengslum við kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi. Þessa baráttu má að miklu leyti þakka atorkusömum og hugrökkum konum sem þorðu að synda gegn straumnum. Slíkir eldhugar hafa verið okkur hinum fyrirmynd og kveikt umræðu sem breytt hefur samfélögum. Það má nefna ýmis atriði til marks um árangur þessarar baráttu hér á landi; kynferðisleg áreitni er loks litin það alvarlegum augum að varði við lög, litið er á vændi sem ofbeldi, fjarlægja má ofbeldismenn af heimilum og ofbeldi gegn börnum verður ekki þögguninni að bráð eins og tíðkaðist í okkar litla samfélagi á árum áður. 16 daga átakið nú er sprottið af svipaðri rót og að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, enda fjöldi félagasamtaka, sem berst fyrir afnámi kynbundins ofbeldis, með formleg tengsl við þá mikilvægu alþjóðlegu stofnun. Best geymda leyndarmálið Það eru liðin 35 ár frá því að Guðrún heitin Jónsdóttir hóf að vekja athygli samfélagsins á alvarlegum afleiðingum ofbeldis sem börn verða fyrir af hendi náins fjölskyldumeðlims, oftast fjölskylduföður. Hún hafði stofnað sjálfshjálparhópa í krafti þekkingar sinnar og menntunar, með það að markmiði að gefa brotaþolum sifjaspella rödd. Í hópana söfnuðust konur sem höfðu þurft að þola slíkt ofbeldi í barnæsku en líka mæður stúlkna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilisföður. Árið 1989 ákvað sjónvarpið, fyrir hvatningu Guðrúnar, að framleiða sjónvarpsþætti um sifjaspell og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum. Það kom í minn hlut að stýra gerð þáttanna og er yfirskrift þessarar greinar sótt í heiti fyrri þáttarins, en sá síðari nefndist „Sifjaspell; best geymda leyndarmál samfélagsins“. Þar komu brotaþolar fram og lýstu alvarlegum afleiðingum ofbeldisins sem þær máttu þola í æsku. Það hafði ekki gerst áður að í þessum áhrifamikla miðli væri opnað á jafn viðkvæma umræðu tengda börnum og kynferðisofbeldi. Viðbrögðin voru tvenns konar, annars vegar að svona mál væru best geymd í þagnargildi, en hins vegar heyrðust háværar raddir þeirra sem þökkuðu fyrir að umræðan skyldi opnuð. Sjálfri er mér minnisstæðast hugrekki kvennanna sem sögðu frá sárri reynslu sinni í þeirri trú að þeirra sögur gætu forðað öðrum frá samskonar ofbeldi. Síðar var það kallað að skila skömminni. Kona drepin á 10 mínútna fresti Umræðan hefur haldið áfram og hún hefur magnast með árunum. Hún hefur afhjúpað ólýsanlega grimmd, sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan, líka hér á Íslandi. Yfirskrift 16 daga átaksins, sem nú stendur yfir, er „Kona drepin á 10 mínútna fresti“. Vissulega er tíðni glæpa af þessu tagi ólík milli heimshluta, en hvergi óþekkt, og því mikilvægt að ákallið heyrist um allan heim. Ekkert samfélag getur sætt sig við að konur og stúlkur séu myrtar vegna kyns síns og úreltra viðmiða um hlutverk kynjanna. Velmegandi samfélag á borð við okkar getur ekki annað en látið sig þessa baráttu varða og þó brennipunktur átaksins varði konur og stúlkur þá skulum við hafa í huga að hún á einnig við alla þá kynsegin einstaklinga, kvár og stálp, sem eiga á hættu sömu viðhorf og sama ofbeldi. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld um allan heim til að gangast við ábyrgð sinni á því að ofbeldinu linni. Það geta stjórnvöld gert með því að viðurkenna að ótímabær dauðsföll kvenna og stúlkna kunni að vera af völdum ofbeldis af hálfu fjölskyldumeðlims eða náins ættingja. Aðeins þannig verða til áreiðanlegar upplýsingar og tölfræði sem sýnt getur fram á umfang ofbeldisins. Enn skortir tilfinnanlega meðvitund og vilja til að safna þessum upplýsingum og láta þær af hendi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Von okkar er sú ákallið nái að vekja stjórnvöld um allan heim og samfélagið allt til meðvitundar um þá sameiginlegu skyldu okkar að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er formaður BHM.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun