Innlent

Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
María Rut verður að öllum líkindum fyrsti þingmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
María Rut verður að öllum líkindum fyrsti þingmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. skjáskot

„Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar.

María Rut mælist inni samkvæmt nýjustu tölum og gleðin leyndi sér ekki þegar hún sá að það gæti orðið raunin. Tárin streymdu niður kinnar.

„Ég er búin að grenja úr mér augun og það er allt í lagi því það má sýna tilfinningar á svona mómentum.“

Hún hafi unnið náið með Hönnu Katrínu Friðriksson á þinginu síðustu sjö ár, en ekki mátt ganga yfir þröskuldinn inn í þingsal. 

„Núna ætla ég bara að labba yfir þennan þröskuld og njóta þess. Ég verð bara þarna næstu árin,“ sagði María Rut. „Ég er enn að ná utan um þetta.“

Hanna Katrín fagnar því að ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta sinn í sögu flokksins. 

„Við ætlum að leggja okkar mark á það núna að reyna að breyta þessari pólitísku baráttu. Tala á jákvæðan hátt, ekki bara um okkur sjálf heldur líka pólitíska mótherja því við erum öll í þessu saman,“ sagði Hanna Katrín á Hótel borg þar sem Viðreisnarfólk fagnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×