Kanónurnar sem eru að hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. desember 2024 03:07 Þingmenn sem þjóðin hefur kynnst vel síðustu ár eru að öllum líkindum að hverfa af þingi. vísir Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut. Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira