„Sjúklega stolt af þessum hóp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 21:54 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira