Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 08:02 Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. getty/Marcus Brandt Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, og tveir aðrir eru til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni vegna gruns um að hafa ætlað að hafa af honum fé. Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira