Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar 2. desember 2024 15:31 Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun