Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 07:03 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira