Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 07:03 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira