Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 21:17 Camilla Herrem var heppin að meiðast ekki í kvöld, við áreksturinn við markvörð Slóvaka. Skjáskot/TV2 Seinni leikjum kvöldsins á EM kvenna í handbolta var að ljúka og unnu stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska liðinu risasigur gegn Slóvakíu, 38-15, án þess þó að þurfa nokkuð á sigri að halda. Rautt spjald fór á loft í leiknum. Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía). EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía).
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira