„Þýska liðið er allt önnur skepna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 12:02 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
„Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira