Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 3. desember 2024 10:30 Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun