Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 11:12 Verkamaður vinnur við að leggja ljósleiðara nærri Espoo í Finnlandi í október. Ljósleiðarastrengur skemmdist nærri borginni í gær. AP/VEsa Moilanen/Lehtikuva Finnska lögreglan segist ekki rannsaka skemmdir á ljósleiðara sem olli umfangsmiklu netleysi sem sakamál að svo stöddu. Ljósleiðarinn fór í sundur á tveimur stöðum en fjarskiptafyrirtæki segir að á öðrum staðnum hafi hann skemmst við framkvæmdir. Skemmdir urðu á ljósleiðaranum á tveimur stöðum í dreifbýli á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi síðdegis í gær. Viðgerðir stóðu enn yfir í morgun. Um sex þúsund manns og hundrað fyrirtæki voru netsambandslaus vegna skemmdanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Grunsemdir kviknuðu strax um skemmdarverk en tveir sæstrengir voru skemmdir í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þá hafa viðvarandi truflanir verið á staðsetningarkerfum við Finnland og á Eystrasalti undanfarin misseri. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands, sagði stjórnvöld taka skemmdirnar alvarlega og að þau væru í sambandi við sænska fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect sem á ljósleiðarann um rannsókn. Ljósleiðarinn liggur frá Svíþjóð til FInnlands. Í yfirlýsingu sem finnska lögreglan sendi frá sér í morgun sagði hún að þrátt fyrir fréttir fjölmiðla um það þá væri engin sakamálarannsókn hafin á skemmdunum á þessari stundu. Aftur á móti væri ekki útilokað að hún hæfist síðar. Fulltrúi netfyrirtækisins Elisa segir finnska ríkisútvarpinu YLE að skemmdirnar við Vihti hafi orðið við slys sem tengdist byggingarframkvæmdum. Hann sagðist þó engar upplýsingar hafa um skemmdirnar við Espoo. Finnland Fjarskipti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Skemmdir urðu á ljósleiðaranum á tveimur stöðum í dreifbýli á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi síðdegis í gær. Viðgerðir stóðu enn yfir í morgun. Um sex þúsund manns og hundrað fyrirtæki voru netsambandslaus vegna skemmdanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Grunsemdir kviknuðu strax um skemmdarverk en tveir sæstrengir voru skemmdir í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þá hafa viðvarandi truflanir verið á staðsetningarkerfum við Finnland og á Eystrasalti undanfarin misseri. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands, sagði stjórnvöld taka skemmdirnar alvarlega og að þau væru í sambandi við sænska fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect sem á ljósleiðarann um rannsókn. Ljósleiðarinn liggur frá Svíþjóð til FInnlands. Í yfirlýsingu sem finnska lögreglan sendi frá sér í morgun sagði hún að þrátt fyrir fréttir fjölmiðla um það þá væri engin sakamálarannsókn hafin á skemmdunum á þessari stundu. Aftur á móti væri ekki útilokað að hún hæfist síðar. Fulltrúi netfyrirtækisins Elisa segir finnska ríkisútvarpinu YLE að skemmdirnar við Vihti hafi orðið við slys sem tengdist byggingarframkvæmdum. Hann sagðist þó engar upplýsingar hafa um skemmdirnar við Espoo.
Finnland Fjarskipti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira