Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 21:20 Steinunn Björnsdóttir reynir að stöðva hina erfiðu Alinu Grijseels. Getty/Marco Wolf Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. Íslenska liðið hóf leikinn mjög vel og skoraði Thea Imani Sturludóttir fyrsta mark leiksins í fyrstu sókn Íslands. Þær þýsku voru þó skammt undan og skiptust liðin á því að ná forystunni fyrstu tíu mínútur leiksins, en þá fór allt í baklás hjá okkar konum í sókninni. Leiðin að marki Þýskalands var oftar en ekki lokuð í kvöld.Getty/Marco Wolf Tókst okkar konum ekki að skora í tæpar tólf mínútur á meðan þær þýsku mjötluðu inn mörkunum hægt og bítandi og komu sér í fimm marka forystu 5-10. Munurinn hefði getað verið meiri ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í marki Íslands sem varði þónokkur dauðafæri á þessum kafla. Elín Rósa Magnúsdóttir dró vagninn sóknarlega á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins fyrir íslenska liðið. Var hún allt í öllu á meðan aðrir leikmenn Íslands áttu í erfiðleikum með aggresíva vörn Þýskalands. Hálfleikstölur voru 10-14 Þýskalandi í vil og því enn þá von um að ná einhverju út úr leiknum. Íslandi tókst að skora fyrsta mark síðari hálfleiksins en í kjölfarið komu fjögur mörk í röð frá þýska liðinu og sóknarleikur Íslands í allskonar vandræðum. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, tók leikhlé á þessum kafla og lét liðið spila sjö gegn sex sóknarlega sem bar því miður lítinn ávöxt. Thea Imani Sturludóttir tekur á Alinu Grijseels.Getty/Marco Wolf Sex marka munur var á liðunum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum, 13-19, og ekkert í kortunum að Þýskaland væri að fara slaka á klónni Okkar konur reyndu hvað þær gátu en því miður var allt loft úr þeim á lokakaflanum og þýska liðið jók forystu sína hægt og bítandi sem endaði með því að liðið sigraði með ellefu marka mun. Atvik leiksins Í stöðunni 5-5 fékk Berglind Þorsteinsdóttir tveggja mínútna brottvísun og íslenska liðið því einum manni færra næstu mínútur. Gjarnan nýta lið á borð við Þýskaland sér þann mun betur en Hafdís Renötudóttir skellti í lás á þessum kafla og varði tvö algjör dauðafæri á þessum kafla og gaf liðinu von á þessum kafla leiksins. Þýska liðið fagnaði vel þegar sæti í milliriðli var í höfn.Getty/Marco Wolf Stjörnur og skúrkar Okkar helstu skyttur hafa átt betri daga. Thea Imani Sturludóttir og Andrea Jacobsen voru samanlagt með tvö mörk úr tíu skotum og voru of ragar á köflum í leiknum þegar íslenska liði þurfti á marki að halda. Eftir flottan fyrri hálfleik hjá Hafdísi Renöttudóttir í marki Íslands þá vörðu markverðir Íslands ekki skot í þeim síðari. Ljósasti punktur íslenska liðsins í dag var Elín Rósa Magnúsdóttir sem var helsta driffjöður liðsins sóknarlega. Fjögur mörk, þrjár stoðsendingar og tvö fiskuð víti er nokkuð gott hjá einum leikmanni þegar liðinu tekst aðeins að skora 19 mörk. Dómarar Bosnískir dómarar leiksins dæmdu þennan leik óaðfinnanlega og ekkert út á þær að setja. Stemning og umgjörð Íslenska liðið hefur verið stutt dyggilega allt mótið og var enginn breyting þar á í kvöld þrátt fyrir að þýskir áhorfendur voru töluvert fleiri í stúkunni í Innsbruck í kvöld. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta
Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. Íslenska liðið hóf leikinn mjög vel og skoraði Thea Imani Sturludóttir fyrsta mark leiksins í fyrstu sókn Íslands. Þær þýsku voru þó skammt undan og skiptust liðin á því að ná forystunni fyrstu tíu mínútur leiksins, en þá fór allt í baklás hjá okkar konum í sókninni. Leiðin að marki Þýskalands var oftar en ekki lokuð í kvöld.Getty/Marco Wolf Tókst okkar konum ekki að skora í tæpar tólf mínútur á meðan þær þýsku mjötluðu inn mörkunum hægt og bítandi og komu sér í fimm marka forystu 5-10. Munurinn hefði getað verið meiri ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í marki Íslands sem varði þónokkur dauðafæri á þessum kafla. Elín Rósa Magnúsdóttir dró vagninn sóknarlega á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins fyrir íslenska liðið. Var hún allt í öllu á meðan aðrir leikmenn Íslands áttu í erfiðleikum með aggresíva vörn Þýskalands. Hálfleikstölur voru 10-14 Þýskalandi í vil og því enn þá von um að ná einhverju út úr leiknum. Íslandi tókst að skora fyrsta mark síðari hálfleiksins en í kjölfarið komu fjögur mörk í röð frá þýska liðinu og sóknarleikur Íslands í allskonar vandræðum. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, tók leikhlé á þessum kafla og lét liðið spila sjö gegn sex sóknarlega sem bar því miður lítinn ávöxt. Thea Imani Sturludóttir tekur á Alinu Grijseels.Getty/Marco Wolf Sex marka munur var á liðunum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum, 13-19, og ekkert í kortunum að Þýskaland væri að fara slaka á klónni Okkar konur reyndu hvað þær gátu en því miður var allt loft úr þeim á lokakaflanum og þýska liðið jók forystu sína hægt og bítandi sem endaði með því að liðið sigraði með ellefu marka mun. Atvik leiksins Í stöðunni 5-5 fékk Berglind Þorsteinsdóttir tveggja mínútna brottvísun og íslenska liðið því einum manni færra næstu mínútur. Gjarnan nýta lið á borð við Þýskaland sér þann mun betur en Hafdís Renötudóttir skellti í lás á þessum kafla og varði tvö algjör dauðafæri á þessum kafla og gaf liðinu von á þessum kafla leiksins. Þýska liðið fagnaði vel þegar sæti í milliriðli var í höfn.Getty/Marco Wolf Stjörnur og skúrkar Okkar helstu skyttur hafa átt betri daga. Thea Imani Sturludóttir og Andrea Jacobsen voru samanlagt með tvö mörk úr tíu skotum og voru of ragar á köflum í leiknum þegar íslenska liði þurfti á marki að halda. Eftir flottan fyrri hálfleik hjá Hafdísi Renöttudóttir í marki Íslands þá vörðu markverðir Íslands ekki skot í þeim síðari. Ljósasti punktur íslenska liðsins í dag var Elín Rósa Magnúsdóttir sem var helsta driffjöður liðsins sóknarlega. Fjögur mörk, þrjár stoðsendingar og tvö fiskuð víti er nokkuð gott hjá einum leikmanni þegar liðinu tekst aðeins að skora 19 mörk. Dómarar Bosnískir dómarar leiksins dæmdu þennan leik óaðfinnanlega og ekkert út á þær að setja. Stemning og umgjörð Íslenska liðið hefur verið stutt dyggilega allt mótið og var enginn breyting þar á í kvöld þrátt fyrir að þýskir áhorfendur voru töluvert fleiri í stúkunni í Innsbruck í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti