„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:43 Arnar Pétursson gengur stoltur frá EM enda íslenska liðið tekið greinilegum framförum þrátt fyrir skellinn í kvöld. Getty/Marco Wolf Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira