Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 21:53 Elín Rósa Magnúsdóttir í leiknum við Hollendinga, í frumraun sinni á EM. Getty/Henk Seppen Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20