„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 22:20 Steinunn Björnsdóttir í baráttunni gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Marco Wolf Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. „Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn