Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 07:02 Þórir Hergeirsson og Katrine Lunde eiga bæði ríkan þátt í gríðarlegri velgengni Noregs í gegnum árin. Samsett/Getty Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta. Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni