Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 07:02 Þórir Hergeirsson og Katrine Lunde eiga bæði ríkan þátt í gríðarlegri velgengni Noregs í gegnum árin. Samsett/Getty Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta. Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Sjá meira
Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Sjá meira