Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 11:00 Lucy Bronze var tilbúin að koma inn á en svo mátti hún það ekki. Getty/Carl Recine Einhver hefur gert afar pínleg mistök sem bitnuðu á Lucy Bronze og enska landsliðinu í fótbolta í gærkvöld, í vináttulandsleik við Sviss á Bramall Lane í Sheffield. Bronze, sem er einn besti varnarmaður heims, var búin að gera sig klára í að koma inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þessi 33 ára bakvörður var komin úr upphitunarfötunum og tilbúin á hliðarlínunni en svo kom í ljós að hún mætti ekki spila. Í staðinn kom Jess Carter inn á, og Bronze þarf að bíða eftir því að spila sinn 128. landsleik. „Já, það kom í ljós þarna að hún var ekki á listanum,“ sagði Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, við ITV Sport. „Það voru sem sagt gerð mistök, óheppileg mannleg mistök, og þau komu í ljós þarna,“ sagði Wiegman. This was bizarre! Sarina Wiegman tried to bring on Lucy Bronze, but an admin error meant she wasn't named on the team sheet 😲#BBCFootball #Lionesses pic.twitter.com/O8cKtG5hin— Match of the Day (@BBCMOTD) December 4, 2024 „Við vildum samt að hún fengi að koma inn á en því miður var það ekki hægt svo þetta var mjög svekkjandi – auðvitað mest fyrir hana sjálfa – en við gátum engu breytt,“ sagði Wiegman. Þessi furðulegu mistök komu ekki í veg fyrir sigur Englands, 1-0, með marki frá Grace Clinton. Áður hafði England gert markalaust jafntefli við Bandaríkin. Enska landsliðið undirbýr sig líkt og það íslenska fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar, þar sem England hefur titil að verja. Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Bronze, sem er einn besti varnarmaður heims, var búin að gera sig klára í að koma inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þessi 33 ára bakvörður var komin úr upphitunarfötunum og tilbúin á hliðarlínunni en svo kom í ljós að hún mætti ekki spila. Í staðinn kom Jess Carter inn á, og Bronze þarf að bíða eftir því að spila sinn 128. landsleik. „Já, það kom í ljós þarna að hún var ekki á listanum,“ sagði Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, við ITV Sport. „Það voru sem sagt gerð mistök, óheppileg mannleg mistök, og þau komu í ljós þarna,“ sagði Wiegman. This was bizarre! Sarina Wiegman tried to bring on Lucy Bronze, but an admin error meant she wasn't named on the team sheet 😲#BBCFootball #Lionesses pic.twitter.com/O8cKtG5hin— Match of the Day (@BBCMOTD) December 4, 2024 „Við vildum samt að hún fengi að koma inn á en því miður var það ekki hægt svo þetta var mjög svekkjandi – auðvitað mest fyrir hana sjálfa – en við gátum engu breytt,“ sagði Wiegman. Þessi furðulegu mistök komu ekki í veg fyrir sigur Englands, 1-0, með marki frá Grace Clinton. Áður hafði England gert markalaust jafntefli við Bandaríkin. Enska landsliðið undirbýr sig líkt og það íslenska fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar, þar sem England hefur titil að verja.
Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira