Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. desember 2024 15:03 Laufey Lín og Bjarki eru á lista yfir 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa skarað fram úr í tónlistarheiminum á árinu sem er að líða. Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey. Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey.
Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira