Faðir stúlkunnar er grunaður um að hafa banað henni. Hann gerði lögreglu sjálfur viðvart um málið. Hann var handtekinn á vettvangi og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá.
Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir málið hafa verið sent til héraðssaksóknara í þessari viku. Fyrst var greint frá á vef RÚV.
„Við teljum okkur hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist,“ segir Elín Agnes um rannsókn málsins. Héraðssakóknari muni nú meta gögn málsins og ákveða framhaldið í kjölfarið.