Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2024 20:03 Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Jól Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar