Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2024 12:20 Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru bjartsýn á að Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins takist að mynda saman ríkisstjórn. Stöð 2/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar eru bjartsýn á að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins. Eftir kosningarnar blasti við gjörbreytt staða á Alþingi sem staðfesti breytingar á íslenska flokkakerfinu. Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni: Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni:
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira