ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar 5. desember 2024 20:31 Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Jól Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun